Thursday, October 3, 2013

Hvítt haust









Sólgleraugu - Tiger
Hálsfesti - Ice in a bucket
Stór hringur með Aztek munstri - frá Dorothy Perkins, 
Lítill midi hringur - Topshop
Refapeysa - vintage, keypt í Spúútnik í Kringlunni
Blá peysa - Dorothy Perkins
Skyrta - Centro Akureyri
Gallabuxur - Imperial Akureyri
Taska - vintage frá frænku minni
Skór - Zara

Jæja, þá er komið að því. Ég er að setja myndir af sjálfri mér á opinberan vettvang þar sem ég er "fyrirsætan", sem er örlítið annað en að skella inn myndum af sumarfríinu inn á facebook. En hvers vegna? Vegna þess að ég hef haft svo afskaplega gaman af tískubloggum síðastliðin ár og dauðlangaði til að prófa sjálf en alltaf hefur eitthvað stoppað mig, þar til núna. Í fyrsta lagi þá hef ég gaman af fötum. Í öðru lagi þá hef ég gaman af tískubloggum, og í þriðja lagi þá hef ég aldrei fundið neinn stað þar sem ég get spáð í þetta allt saman og fengið að ráða alveg sjálf efninu sem fjallað er um. Ég hef aldrei fengið vinnu við tískutengda hluti, nema í fataverslunum (vinn í einni slíkri með skóla núna), og það er vissulega skref í rétta átt. En mig langaði að gera meira en það. Ég var óttalega huglaus, og er jafnvel enn, og sagði við sjálfa mig að ég þyrfti að fara í brjálaða megrun, kaupa nýjan fataskáp, að eignast alvöru myndavél og læra á hana og fara síðan og kynna mér hvernig tæknihlutinn virkar (hvernig á að nota bloggið, en ég er tækniheft með meiru). Síðustu þrjú atriðin voru hárrétt. Ég þurfti að eignast betri myndavél, læra á hana og kynnast því hvernig bloggið virkar. 

En ef ég ætlaði að fara að blaðra um þessa hluti á mínum forsendum, þá hefði verið afskaplega kjánalegt að byrja á því að fara í megrun til að þora að sitja fyrir. Sérstaklega þar sem ég er alfarið á móti því að fegurð komi í stöðluðu formi sem allir eiga að passa í. Ef ég ætla að grenna mig þá geri ég það ekki vegna þess að útlitskröfur annarra ýta mér út í það, ég geri það vegna þess að ég vil það sjálf. Það er til svo mikið af fallegum og heillandi stelpum og konum; þær eru ljóshærðar, lágvaxnar, grannnar, súperfit, ekki svo súperfit, feitar, sólbrúnar, fölar, dökkhærðar, skvísur með gelneglur, artígellurnar, gellurnar sem passa bara ekki inn í neinn hóp (til dæmis ég), og svo allt þar á milli. Mér finnst stundum vanta aðeins upp á fjölbreytnina í "útlitsheimum" þar sem ákveðið útlit fær mestu umfjöllunina og þar af leiðandi samþykki samfélagsins, á meðan hinar sitja eftir með sárt ennið og lágt sjálfstraust því þær uppfylla ekki staðlana. Það ruglaða við þetta er að meira að segja þær sem flokkast í þann hóp að vera "samfélagslega samþykktar" eru oft með bullandi minnimáttarkennd því útlitskröfurnar eru komnar í hringi og allir eru á bömmer yfir því að vera ekki fullkomnir. Sem er náttúrlega bara bull og afskaplega þreytandi til lengdar. Allar þurfum við að finna okkar ramma hvað varðar útlitið og hvort sem við finnum ánægjuna í að keppa í fitness eða bollakökubakstri, þá á það að vera á okkar forsendum, ekki annarra. 

Og þess vegna ákvað ég að horfast í augu við mína eigin útlitsdrauga og drífa í þessu. Ég gretti mig og hryllti þegar ég skoðaði myndirnar (hvað var ég að spá að vera í hvítum gallabuxum með lærin mín?? spyr draugsi), og ljósmyndarinn minn sagði við mig að ef ég segði oftar "ojjj" þegar ég skoðaði myndirnar, að þá myndi hann ekkert vilja hjálpa mér meira. Ég lét mér það að kennngu verða og steinþagnaði. Enda á ég ekkert að segja svoleiðis um sjálfa mig hvort sem lærin mín eru í sverari kantinum eða ekki. 

4 comments :

  1. Frábært !!! :) hlakka til að fylgjast með þér og flottar myndir!!! :)

    ReplyDelete
  2. sjá þig þarna snillingurinn þinn! Þú ert alltaf svo flott, lov jú :*

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir það! :D Ég verð dugleg héðan í frá, loksins þegar ég kom mér af stað ;)

    ReplyDelete