Tuesday, October 29, 2013

Bleikar varir - Pink lips

Barry M lipstick in Shocking PinkMake up Store eyeliner in blackMake up Store Wonder Blush in Cleopatra

Stundum rekst á myndir á netinu eða í tímaritum sem heilla mig upp úr skónum og ég nýti mér það sem innblástur fyrir sjálfa mig. Ég kem til með að rokka bleikar varir, bleikar kinnar og svartan, þykkan eyeliner á næstunni, það er á hreinu!

****

Sometimes I come across pictures on the internet or in magazines that simply take my breath away and I use them as an inspiration for my makeup routine. I will be rocking pink lips, pink cheeks and thick, black eyeliner for the next days or weeks, that's for sure!


Saturday, October 26, 2013

Dorothy Perkins

Ég vinn í hlutastarfi í Dorothy Perkins og stundum er voðalega erfitt að hemja sig þegar margt fallegt kemur í búðina. Í næstum hvert skipti sem ég kem í vinnunna, en það er á tveggja vikna fresti og hittir alltaf á þegar ný sending er komin, þá sé ég eitthvað sem mig langar í. Það hefur verið alveg sérstaklega erfitt síðan haustvörurnar fóru að koma, margt hefur bæst á listann og það er orðið ansi erfitt að velja og hafna. Síðasta fimmtudagskvöld var einmitt vinnukvöld og ég var með myndavélina meðferðis og fannst tilvalið að smella af nokkrum myndum af því sem mig langar helst í. Þessi óskalisti er því svona spes Dorothy-listi.

****

I work part-time at Dorothy Perkins and sometimes it's hard to limit myself to only one or two things each month, especially when when the store is full of clothes I love. Every time I show up for work I find something new to add to my Dorothy-wishlist and this fall has been particularly hard since their fall line is beautiful. Last Thursday was work night, I had my camera with me and took a few pictures of some of the things I love.


Ég alveg elska þessar jeggingsbuxur því áferðin er svona mitt á milli leðurs og glans/I love these Jeggings because of the leathery/shiny texture


Þessar eru ekki minna töff en ég og hlébarðamunstur eigum afskaplega vel saman. Mæli samt með því að taka stærðina fyrir ofan þá sem þið venjulega notið því þessar gefa lítið sem ekkert eftir/These are so cool and I love leopard print. I recommend getting them in one size bigger than usual as these jeans have very little give.Ég þarf svo að eignast stutt leðurpils og ég er þegar búin að eignast þessar köflóttu buxur, þær voru bara það flottar að ég þurfti ekkert að hugsa mig um með þær/I have to have a mini faux-leather skirt and I already own the chequered pants.
Gallabuxurnar í Dorothy eru æði og ég er voðalega skotin í þessum með götunum því rokkarinn í mér er aldrei langt undan. Svo á ég aldrei nóg af kósýpeysum og loðjakkinn er bara algjört æði, hann er svo mjúkur að ég þarf reglulega að klappa honum þegar ég labba framhjá/The Dorothy Perkins jeans are great and I love these black ones with the holes in them, the rocker within me is never far away. And I can never have too many cosy sweaters or faux fur coats and the black one is sooo soft!

Tuesday, October 22, 2013

Svartar strendur - Black Beaches
Ég rændi þessum fallega kjól frá vinkonu minni um helgina því ég var að fara á árshátíð og langaði að vera í einhverju dramatísku - þessi kjóll uppfyllir það skilyrði algjörlega. Ég var svo hrifin af honum að ég fékk leyfi til að halda honum aðeins lengur og setja hann á bloggið. Allt við þennan kjól heillar mig, blúndan, síddin (ég elska allt sítt) og hvernig pilsið sveiflaðist til og frá þegar ég tætti upp dansgólfið. Ég kem til með að skila honum heim til sín grátandi, svo mikið er víst. 

Myndatakan gekk þokkalega fyrir sig nema hvað ég er ekki vel æfð í að hafa "sæta fésið" uppi við þegar sólin er svona sterk og því voru margar myndanna ónothæfar vegna þess að ég gretti mig svo mikið. Svo einbeitið ykkur að kjólnum gott fólk! Fyrir utan að kuldinn var rosalegur, ég er ísbjörn að norðan en vá, það er fátt eins kalt og kaldur dagur í Reykjavík. Puttarnir á mér voru bláir og tennurnar í mér glömruðu og núna, mörgum klukkustundum seinna, þá er ég enn skjálfandi inni í mér. Næst sýni ég ykkur úlpu og ullasokka, það er ekkert vit í hanga niður á strönd í blúndukjól og október næstum búinn!


****

I hijacked this beautiful dress from a friend of mine because I was going to this fancy dinner thing last Saturday night and I wanted to wear something dramatic - and this dress is dramatic. I fell in love with it and and got my friend's permission to put it on my blog because a dress like this deserves to be photographed. I love everything about this dress, the lace, the length (I looove long skirts and dresses) and the way it swirls when I'm tearing it up on the dance floor. I will be turning it back crying.  

The photo shoot went ok but since the sun was so bright, a lot of the pictures turned out to be useless because my "pretty face" was more of a "squinty face" and that is not the look to be desired. So focus on the dress people! Besides it was freezing. I'm a polar bear from the north, but man, nothing is as cold as a cold day in Reykjavík. My finger turned blue and my mouth was frozen shut and now, many hours later, I'm still shivering inside. Next time I will show you a wool jumper and furry boots because it doesn't make any sense to be hanging around the Icelandic beach wearing a lace dress in late October!Friday, October 18, 2013

Skór, skór, skórÖkklastígvél, hælar, ökklastígvél, hælar... Hausinn á mér hugsar eingöngu um slíkan fótabúnað núna, þá helst í rauðum, svörtu eða hvítu eins og sést á þessum lista. Ef ég ætti bæði peninga og pláss þá myndi ég kaupa þá alla en þar sem ég hef hvorugt í óhóflegu magni þá verð ég bara að kjammsa á myndunum á meðan ég ákveð hvaða par lendir mögulega á listanum "það sem Linda ætlar að safna fyrir".

Að slappa af


Stundum er ekkert betra en að koma heim örþreytt eftir daginn, taka af sér skóna og klæða sig í þykka sokka og mjúka peysu, hita sér te (nú eða kaffi eða aðra þá heitu drykki sem fólk kýs) og koma sér fyrir upp í sófa með góða bók. Það er heldur ekkert verra að kveikja á einu eða tveimur kertum, bara svona til að skrúfa upp huggulegheitin. Þetta er mín uppáhalds afslöppunariðja á haustin og veturna og ég er nokkuð viss um að heilabúið endurnærist tífallt þegar ég gef mér tíma til að slökkva á sjónvarpinu og eiga gæðastund með góðri bók, nú eða til að láta hugann reika og fá hugmyndir fyrir næstu bloggfærslur.

Monday, October 14, 2013

Inglot varirÉg kom því loksins í verk fyrir nokkrum dögum að fara og skoða í nýju Inglot snyrtivöruversluninni í Kringlunni. Ég hef margsinnis lesið um þessar vörur á erlendum síðum og hlakkaði til að fá að prófa þær sjálf þegar verslun með þessari línu opnaði hérlendis. Það var margt skemmtilegt í boði en þar sem ég er varalitasjúk þessa dagana var ég aðallega að skoða hvað væri í boði í þeim hluta. Þegar ég var búin að skanna varalita,- og glossstandinn varð ég fyrir smá vonbrigðum því ég sá engan lit sem greip mig. Ég var á höttunum eftir fallega fjólubláum/berjalit og enginn kveikti í mér. Ég ætlaði að láta þetta gott heita og fara, varalitalaus og alles þegar ég rakst á fleiri liti á miðjuborðinu í versluninni en ég hafði algjörlega hunsað þá því ég hélt að þeir væru augnskuggar - svona fer þegar maður rétt lítur yfir og nennir ekki að skoða vel - en glossin/varalitirnir sem voru þar voru í pallettuformi og því ruglaði ég þeim saman við augnskugga. Hægt var að kaupa einn stakan á 1290 kr. (minnir mig) en ef maður keypti lítið stakt box undir hann, sem er vissulega mun betra að gera, þá kostaði hann um 2500 kr. Ég var strax skotin í lit númer 71. og skellti mér á hann. 
Ég prufukeyrði hann svo daginn eftir þegar ég fór á sýningaropnun á Kjarvalsstöðum þar sem það er nauðsyn að vera svolítið huggulegur og því tilvalið tækifæri til að mæta með fjólubláar varir. 


http://argolith.deviantart.com/art/Purple-Berries-101176211

Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að vera með varalitapensil þar sem liturinn er í pallettuboxi og litli svampburstinn sem fylgdi með er ekkert æðislega góður. En ég á góðan varalitapensil frá NYX og notaði hann frekar - enda góður pensill. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég fór að pensla á mér varnir var að liturinn dreifðist mjög vel. Mér finnst stundum vera erfitt að fá jafna áferð þegar ég nota dekkri liti og þarf að vanda mig heilmikið en ekkert svoleiðis vandamál með þennan. Í öðru lagi þá þá er liturinn algjört æði þegar hann er kominn á. Hann er djúpfjólublár og það er mikið af litarefnum í honum sem gera hann þéttan og skæran. Það eru líka örfín glimmerkorn í honum sem ekki sjást á myndunum, við erum ekki að tala um einhverja hlunka af glimmeri eins og í varalitaboxi fyrir sjö ára stelpur neitt, heldur bara agnarsmá glimmer sem gera það að verkum að varirnar virðast vera glansandi þó að liturinn sé þornaður. Í þriðja lagi þá er endingin alveg stórgóð. Ég setti litinn á mig um þrjúleitið fyrir sýninguna og bætti aftur á hann rétt fyrir sjö en á þessum tíma hafði ég fengið mér hvítvínsglas, blaðrað alveg heil ósköp og sleikt óhemju mikið út um því ég var stanslaust að athuga hvort liturinn væri virkilega svona fastur á. Nokkrum dögum seinna var ég með hann í vinnunni og bætti einu sinni á varnirnar yfir átta tíma vinnudag. Ég fékk mér að borða og drekka yfir daginn og spjallaði mikið við bæði samstarfsfólk og viðskiptavini. Og þessi draumur tolldi á eins og hetja.
 Í fjórða lagi er lyktin af honum góð, ekki mikil en sæt og það er smávegis ávaxtabragð af honum. 

Það eina sem ég get mögulega sett út á litinn var að hann þornaði á vörunum en hélst ekki rakur allan daginn. En með þessa endingu þá get ég varla búist við öðru, flestir aðrir varalitir sem ég á hefðu horfið af mér og yfir á glasbarminn á hvítvínsglasinu áður en ég kláraði úr því. Plús að glimmerkornin góðu gerðu sitt og varirnar litu ekki út fyrir að vera þurrar. Núna er hann nýji uppháldsliturinn minn og það verður spennandi að sjá hvort að aðrir Inglot varalitir séu eins góðir og þessi en ég ætla að kaupa fleiri í framtíðinni og vonandi standa þeir undir væntingum. 


Friday, October 11, 2013

JúniformKjóll - Júniform (ekki til lengur)
Hálsfesti - H&M (ekki til lengur)

Jæja, hér er þá afrakstur myndatöku númer tvö. Það var hörkurok, kalt og skýjað en ég þráaðist við og við drifum okkur af stað. Í garðinum þar sem myndirnar voru teknar var reyndar fínasta skjól svo þetta var enginn hryllingur neitt en sökum þess að það dimmdi afskaplega fljótt eftir að við vorum byrjuð urðu allar myndirnar sem teknar voru af skónum mínum ónýtar. Og þessir líka fallegu skór eiga skilið að fá almennilega myndatöku og því verða þeir fljótlega með aftur þegar birtuskilyrði verða góð. En svona lærir maður nú víst, með því að klúðra smávegis.

Þessi fallegi himinnblái kjóll var keyptur í Júniform á meðan verslunin var enn í miðbænum. Ég man að ég ætlaði bara rétt að kíkja við, einhver spes opnun í gangi og hvítvín og huggó í boði fyrir viðskiptavini - ég slæ sko ekki höndinni á móti hvítvínsglasi og fallegum fötum svo ég kíkti við. Ég varð dolfallin þegar ég sá hann fyrst, svona fallega blár og yndislegur og ég get svo svarið að hann kallaði til mín; "Linda, ég er þinn!". Ég var, þegar þarna var komið, búin að innbyrða tvö glös af hvítvíni (hey, það má stundum) og þar sem ég er algjört hænsni þá var ég komin í voða jollý kærulausan fíling og sagði bara; "þennan kjól takk", við vinkonu mína sem vann hjá Júniform á þessum tíma. Svo rölti ég út í sólskinið, sveiflandi pokanum með nýja, fallega kjólnum mínum, örlítið hvítvínuð og afskaplega sæl (er það bara ég eða er enn skemmtilegra að fá það sem maður kaupir í sérmerktum bréfpoka?). Það var ekki fyrr en seinna sem ég fór að spá hvort að það hefði verið skynsamlegt að kaupa svona dýran kjól, ég hafði aldrei nokkurntíman keypt svona dýran fatnað án þess að hugsa mig um áður og jafnvel safna fyrir honum fyrst. En kjóllinn var minn og ég ákvað bara að fara samningaleiðina við sjálfa mig; engin föt það sem eftir var sumars og það stóð ég við (sem betur fer var það hálfnað). Og ég hef aldrei séð eftir einni einustu krónu sem fór í hann.

Thursday, October 3, 2013

Hvítt haust

Sólgleraugu - Tiger
Hálsfesti - Ice in a bucket
Stór hringur með Aztek munstri - frá Dorothy Perkins, 
Lítill midi hringur - Topshop
Refapeysa - vintage, keypt í Spúútnik í Kringlunni
Blá peysa - Dorothy Perkins
Skyrta - Centro Akureyri
Gallabuxur - Imperial Akureyri
Taska - vintage frá frænku minni
Skór - Zara

Jæja, þá er komið að því. Ég er að setja myndir af sjálfri mér á opinberan vettvang þar sem ég er "fyrirsætan", sem er örlítið annað en að skella inn myndum af sumarfríinu inn á facebook. En hvers vegna? Vegna þess að ég hef haft svo afskaplega gaman af tískubloggum síðastliðin ár og dauðlangaði til að prófa sjálf en alltaf hefur eitthvað stoppað mig, þar til núna. Í fyrsta lagi þá hef ég gaman af fötum. Í öðru lagi þá hef ég gaman af tískubloggum, og í þriðja lagi þá hef ég aldrei fundið neinn stað þar sem ég get spáð í þetta allt saman og fengið að ráða alveg sjálf efninu sem fjallað er um. Ég hef aldrei fengið vinnu við tískutengda hluti, nema í fataverslunum (vinn í einni slíkri með skóla núna), og það er vissulega skref í rétta átt. En mig langaði að gera meira en það. Ég var óttalega huglaus, og er jafnvel enn, og sagði við sjálfa mig að ég þyrfti að fara í brjálaða megrun, kaupa nýjan fataskáp, að eignast alvöru myndavél og læra á hana og fara síðan og kynna mér hvernig tæknihlutinn virkar (hvernig á að nota bloggið, en ég er tækniheft með meiru). Síðustu þrjú atriðin voru hárrétt. Ég þurfti að eignast betri myndavél, læra á hana og kynnast því hvernig bloggið virkar. 

En ef ég ætlaði að fara að blaðra um þessa hluti á mínum forsendum, þá hefði verið afskaplega kjánalegt að byrja á því að fara í megrun til að þora að sitja fyrir. Sérstaklega þar sem ég er alfarið á móti því að fegurð komi í stöðluðu formi sem allir eiga að passa í. Ef ég ætla að grenna mig þá geri ég það ekki vegna þess að útlitskröfur annarra ýta mér út í það, ég geri það vegna þess að ég vil það sjálf. Það er til svo mikið af fallegum og heillandi stelpum og konum; þær eru ljóshærðar, lágvaxnar, grannnar, súperfit, ekki svo súperfit, feitar, sólbrúnar, fölar, dökkhærðar, skvísur með gelneglur, artígellurnar, gellurnar sem passa bara ekki inn í neinn hóp (til dæmis ég), og svo allt þar á milli. Mér finnst stundum vanta aðeins upp á fjölbreytnina í "útlitsheimum" þar sem ákveðið útlit fær mestu umfjöllunina og þar af leiðandi samþykki samfélagsins, á meðan hinar sitja eftir með sárt ennið og lágt sjálfstraust því þær uppfylla ekki staðlana. Það ruglaða við þetta er að meira að segja þær sem flokkast í þann hóp að vera "samfélagslega samþykktar" eru oft með bullandi minnimáttarkennd því útlitskröfurnar eru komnar í hringi og allir eru á bömmer yfir því að vera ekki fullkomnir. Sem er náttúrlega bara bull og afskaplega þreytandi til lengdar. Allar þurfum við að finna okkar ramma hvað varðar útlitið og hvort sem við finnum ánægjuna í að keppa í fitness eða bollakökubakstri, þá á það að vera á okkar forsendum, ekki annarra. 

Og þess vegna ákvað ég að horfast í augu við mína eigin útlitsdrauga og drífa í þessu. Ég gretti mig og hryllti þegar ég skoðaði myndirnar (hvað var ég að spá að vera í hvítum gallabuxum með lærin mín?? spyr draugsi), og ljósmyndarinn minn sagði við mig að ef ég segði oftar "ojjj" þegar ég skoðaði myndirnar, að þá myndi hann ekkert vilja hjálpa mér meira. Ég lét mér það að kennngu verða og steinþagnaði. Enda á ég ekkert að segja svoleiðis um sjálfa mig hvort sem lærin mín eru í sverari kantinum eða ekki. 

Wednesday, October 2, 2013

Rauður varalitur


Suma daga er ekkert skemmtilegra en að setja á sig rauðan varalit. Það er bara þannig. Liturinn sem ég er með er frá NYX og heitir Electra. Ég elska NYX varalitina og það eiga eftir að koma fleiri myndir af mér með svoleiðis í framtíðinni! Annars er þetta fyrsta myndin sem tekin var í dag af mér þar sem bæði ég og fötin eru til sýnis (hversu sjálfhverf er ég eiginlega??) og ég svitna við tilhugsunina um það. En ég er búin að dást að annarra manna tískubloggum lengi vel og það var kominn tími á að ég prófaði sjálf. Þær myndir birtast von bráðar....!