Saturday, October 26, 2013

Dorothy Perkins

Ég vinn í hlutastarfi í Dorothy Perkins og stundum er voðalega erfitt að hemja sig þegar margt fallegt kemur í búðina. Í næstum hvert skipti sem ég kem í vinnunna, en það er á tveggja vikna fresti og hittir alltaf á þegar ný sending er komin, þá sé ég eitthvað sem mig langar í. Það hefur verið alveg sérstaklega erfitt síðan haustvörurnar fóru að koma, margt hefur bæst á listann og það er orðið ansi erfitt að velja og hafna. Síðasta fimmtudagskvöld var einmitt vinnukvöld og ég var með myndavélina meðferðis og fannst tilvalið að smella af nokkrum myndum af því sem mig langar helst í. Þessi óskalisti er því svona spes Dorothy-listi.

****

I work part-time at Dorothy Perkins and sometimes it's hard to limit myself to only one or two things each month, especially when when the store is full of clothes I love. Every time I show up for work I find something new to add to my Dorothy-wishlist and this fall has been particularly hard since their fall line is beautiful. Last Thursday was work night, I had my camera with me and took a few pictures of some of the things I love.


Ég alveg elska þessar jeggingsbuxur því áferðin er svona mitt á milli leðurs og glans/I love these Jeggings because of the leathery/shiny texture


Þessar eru ekki minna töff en ég og hlébarðamunstur eigum afskaplega vel saman. Mæli samt með því að taka stærðina fyrir ofan þá sem þið venjulega notið því þessar gefa lítið sem ekkert eftir/These are so cool and I love leopard print. I recommend getting them in one size bigger than usual as these jeans have very little give.Ég þarf svo að eignast stutt leðurpils og ég er þegar búin að eignast þessar köflóttu buxur, þær voru bara það flottar að ég þurfti ekkert að hugsa mig um með þær/I have to have a mini faux-leather skirt and I already own the chequered pants.
Gallabuxurnar í Dorothy eru æði og ég er voðalega skotin í þessum með götunum því rokkarinn í mér er aldrei langt undan. Svo á ég aldrei nóg af kósýpeysum og loðjakkinn er bara algjört æði, hann er svo mjúkur að ég þarf reglulega að klappa honum þegar ég labba framhjá/The Dorothy Perkins jeans are great and I love these black ones with the holes in them, the rocker within me is never far away. And I can never have too many cosy sweaters or faux fur coats and the black one is sooo soft!

No comments :

Post a Comment