Friday, October 18, 2013

Að slappa af


Stundum er ekkert betra en að koma heim örþreytt eftir daginn, taka af sér skóna og klæða sig í þykka sokka og mjúka peysu, hita sér te (nú eða kaffi eða aðra þá heitu drykki sem fólk kýs) og koma sér fyrir upp í sófa með góða bók. Það er heldur ekkert verra að kveikja á einu eða tveimur kertum, bara svona til að skrúfa upp huggulegheitin. Þetta er mín uppáhalds afslöppunariðja á haustin og veturna og ég er nokkuð viss um að heilabúið endurnærist tífallt þegar ég gef mér tíma til að slökkva á sjónvarpinu og eiga gæðastund með góðri bók, nú eða til að láta hugann reika og fá hugmyndir fyrir næstu bloggfærslur.

No comments :

Post a Comment