Wednesday, April 30, 2014

Halló aftur!Já góðann daginn. Lofaði ég ekki í síðustu færslu að vera dugleg að setja nýtt efni inn? Mig minnir það. En svo bara varð allt kreisí í orðsins fyllstu merkingu. Það byrjaði eiginlega um afmælishelgina mína og var bara að ljúka núna fyrir svona kortéri. Eða svona rétt um það bil. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að mér finnst hausinn á mér varla vera skrúfaður fastur á og það hafa safnast svona milljón hlutir upp sem mig langar að klára. Til dæmis eins og eina nýja færslu hérna á blogginu því ég er sko búin að sanka að mér efni allan þennan tíma sem ég var í "fríi" og það er nóg framundan. Og í þetta skiptið þá lofa ég að hverfa ekki í næstum tvo mánuði! Ég ætla að hafa þessa færslu tiltölulega stutta og láta myndirnar tala - ég þarf að koma slatta af öðru fyrir í kvöld. En mikið er nú gaman að hafa tíma til að blogga aftur.

Síðasta laugardag var veðrið yndislegt og þar sem ég var svo sumarlega klædd í ljósa Topshop kimonoinn minn þá fannst mér tilvalið að smella af nokkrum myndum. Klukkan var níu um kvöld og þó ég stæði í rúman hálftíma úti á örþunnum kimono og topp, þá varð mér ekki kalt. Það er greinilegt að sumarið er á leiðinni. Víííí!