Wednesday, October 26, 2011

Veturinn nálgast

Í langan tíma hefur mig dreymt um að koma af stað bloggi, þar sem ég fæ útrás fyrir hin ýmsu áhugamál mín hvort sem þau snúa að tísku, matreiðslu, föndri eða bara hverju því sem gleður mig. Og nú er loksins komið að því! Á þessari síðu langar mig að koma af stað skemmtilegum umræðum, koma með hugmyndir og ráð um ýmsa hluti, og almennt hafa gaman af lífinu. Núna er veturinn rétt að skella á, laufin eru að mestu hrunin af trjánum hér í höfuðborginni og annarsstaðar er jafnvel byrjað að snjóa. Það þýðir nýtt tímabil - tími til að byrja á einhverju nýju...