Monday, December 23, 2013

Afslöppun - A time to relax

 

Þorláksmessan á þessum bænum hófst fyrir allar aldir (klukkan fimm í morgun til að vera nákvæm) vegna þess að við vildum vera snemma á ferðinni á leiðinni norður því samkvæmt spánni átti að skella á blindbylur um hádegið - sem gerðist síðan ekki en það var virkilega gott að komast heim til Akureyrar til að eyða síðasta deginum fyrir jól með fjölskyldunni. Núna ligg ég flöt uppi í rúmi að horfa á jólamyndir með gæludýrum og kallinum og ef jólin eru ekki besti tíminn til að slappa af með góðu fólki, heimabakaðri pizzu, cupcakes og The Nightmare Before Christmas, þá bara veit ég ekki hvað. Ég vona að sem flestir noti frídagana sína í að gera eitthvað sem gleður svo að nýja árið hefjist með batteríin hlaðin. 

****

'Þorkáksmessa' (or Thorlaks's mass, the day before Christmas) started early for us, or five in the morning to be exact. We decided to get up early for our trip to Akureyri since the weather forecast predicted a storm around noon but that never happened. The weather turned out to be great, still with big and fluffy snowflakes - very 'Christmassy'.  It was great to be so early home, we had the whole day to relax with the family and do some last minute errands and now I'm holed up in my bed with my man and pets, watching Christmas movies. This is the best time to have some cupcakes, wine, homemade pizza and have a great laugh over The Nightmare Before Christmas.
Wednesday, December 18, 2013

Desemberplanið - The December plan


Desember er mánuður sem fólk virðist elska eða hata, að því er virðist. Sumir geta ekki beðið eftir aðventunni og gera fjölmarga jólaundirbúningsstatusa á facebook á meðan aðrir hvæsa yfir öllu veseninu sem fylgir því að halda jól og tilkynna öllum sem vilja hlusta að heima hjá þeim verði sko engin sérstök jólaþrif eða smákökubakstur. Ég hef sjálf verið mikið jólabarn síðan ég man eftir mér - jólin voru alltaf algjört ævintýri þegar ég var krakki og það var meira að segja ákveðinn sjarmi yfir því að þrífa fyrir jólin. Mamma hafði gott lag á því að gera jafnvel lítið spennandi hlutina skemmtilega. Og það sem stendur upp úr ekki það sem ég fékk í jólagjöf heldur litlu hlutirnir í kring sem fylltu andrúmsloftið af gleði og vellíðan. Ég gerði smávegis lista yfir þær minningar sem sem rifjast alltaf upp á þessum tíma og láta mér líða vel.

-Hvíti flauelskjóllinn sem mamma saumaði á mig og mér leið eins og prinsessu í.

-Hvernig afi glotti til mín yfir möndlugrautnum rétt áður en ég fann möndluna á disknum mínum (ég komst að  því mörgum árum seinna að afi fékk hana alltaf en laumaði henni yfir á minn disk þegar ég sá ekki).

-Kyrrðin sem var úti á aðfangadagskvöld.

-Birtan af jólaljósunum sem gerði allt miklu huggulegra.

-Jólalögin sem mamma spilaði í botni þegar við skrifuðum á jólakort, bökuðum smákökur eða skreyttum.

-Að leggjast upp í rúm á aðfangadagskvöld með nýja bók til að lesa fram á nótt.

-Það voru alltaf keypt ný náttföt til að vera í á aðfaranótt jóladags og svo voru sett nýþvegin rúmföt utan um sængurnar á Þorláksmessu og ein besta tilfinning í heimi var að leggjast upp í rúm í nýju náttfötunum í sængurnar sem ilmuðu af mýkingarefni.


****

December is a month people love or hate, or so it seems. Some are bursting with excitement and make endless facebook statuses about their holiday preparations while others try to avoid everything that has to do with with Christmas. I've always loved Christmas. It was always such a magical time when I was a kid - even the annual 'Christmas house cleaning' had it's charm. And the things I remember? Not the gifts (though I did like them too!) but the small things that made this time special and wonderful. And as a special holiday treat for my self I made a list of my favorite Christmas memories that don't seem to fade as time goes by:

-My white velvet dress my mother made for me and I loved.

-How my great grandfather used to grin at me when I found the almond in my 'möndlugrautur', (a rice pudding with cinnamon and sugar which is an Icelandic holiday dish, usually served before the main course on Christmas eve and it has one almond in it. The person who gets the almond wins a price). I usually won and it wasn't until many years late I was told that my grandfather always got the almond but secretly put it in my pudding so I would win the price.

-How silent Christmas eve was (On Christmas eve in Iceland everyone stays at home, everything is closed, almost no one is around outside and there is no sound of traffic).

-The holiday lights that made everything more romantic and cosy.

-The holiday music my mother would blast while we were writing Christmas cards, baking cookies or decorate the house.

-Crawling in to bed on Christmas eve with a new book to read.

-My mother always bought new pajamas for us to wear on Christmas eve and put on freshly washed sheets on 'Þorláksmessa' (December 23, the day before Christmas. Icelandic Christmas start at six in the evening on December 24). It was heaven to go to sleep in the new pajamas and fresh sheets.


Það sem einkenndi jólin heima var stressleysið. Jólin eyðilögðust ekkert ef ein smákökusort var ekki bökuð eða ef geymslan var ekki þrifin hátt og lágt, samt var bæði þrifið og bakað. Það var hins vegar gert í samræmi við hversu mikill tími var til að gera slíkt og þörf, en ekki sem nauðsynleg kvöl. Ég veit líka að mörgum þykir nóg um eyðsluna um jólin en það er vel hægt að eyða hóflega á þessum tíma, (svona fyrir utan að samfélagið í dag stendur og fellur með kaupum og sölu - en það er nú önnur pæling) jólagjafir þurfa ekki að vera risastórar og dýrar, það þarf ekki að kaupa allt nýtt inn í stofuna af skrauti, elda upp úr Gestgjafanum eða kaupa nýjan kjól ef til eru fullkomlega huggulegir og nothæfir kjólar inni í skáp. Jólin eiga í mínum huga að vera timinn til að njóta þess að slappa af með fjölskyldunni, hitta vini og skemmta sér, borða góðan mat og týna sér í lestri á góðri bók. Hver og einn ætti að finna sína leið í að halda upp á jólin án þess að láta pressuna frá samfélaginu ákveða hvernig þau verða. "Réttu" jólin eru ekki til, ef fólki langar að liggja uppi í rúmi öll jólin með bækur eða sjónvarp þér til skemmtunar og ekkert fara út, eða þá að mæta í öll partýin í nýjum kjól og taka duglega á því, þá er það rétta leið hvers og eins.

Og það er einmitt það sem ég hef lagt áherslu á síðan ég fór að búa sjálf, að búa til mínar eigin hefðir og láta ekki stress og áhyggjur eyðileggja fyrir mér þennan yndislega árstíma. Í desember er litla tveggja manna fjölskyldan mín dugleg að gera hluti saman - elda góðan mat, horfa á jólamyndir, fara saman í jólagjafaleiðangur og í stað þess að kvarta og kveina yfir umferð og fólksfjölda og hvað þetta eigi eftir að taka langan tíma þá höfum við gaman af því - það er jú bara einu sinni á ári sem ég kaupi jólagjafir og mér þykir gaman að gefa (hlakka reyndar afskaplega mikið til þegar ég hætti í skóla og fer að vinna því þá er líklegra að ég geti keypt örlítið rausnarlegri gjafir handa þeim sem mér þykir vænt um). Svo er bara farið heim með pokana og öllu pakkað inn við skemmtilega jólatónlist. Einnig höfum við gert að hefð í desember að eiga einn dag bara fyrir okkur, helst laugardag en það gengur ekki alltaf upp, til að gera eitthvað skemmtilegt án þess að þurfa að klára eitthhvað eða mæta eitthvert. Við venjulega kíkjum í miðbæinn, skoðum í hinar og þessar búðir, röltum eftir litlum götum og skoðuum húsin, njótum allra jólaljósanna, setjumst inn á kaffihús og spjöllum, skautum á tjörninni og endum kannski á einhverju veitingahúsi eða förum heim og eldum. Þessi dagur er kærkomin afslöppun í mánuði sem er yfirleitt nokkuð þéttskipaður.

****

Christmas at home were always without stress. Nothing was ruined if we didn't manage to bake ten different sorts of cookies or clean the garage, we simply did what we had time to do. And I know a lot of people dislike the massive money spending around this time but it is possible to enjoy Christmas without spending all that much, (although our society depends on selling and buying but that's a different story) there really is no need spend a ton on Christmas presents, any gift - expensive or not - given with love is all I need. The house doesn't have to be decorated with the latest Christmas 'fashion' and old dresses can be worn again. My Christmas are about spending time with the people I love, seeing my friends and go out dancing, eating great food and relax with a good book. There is no 'right' way to celebrate this time, people have to find their own.

And since moving out I've tried to find my way and not let stress ruin this wonderful time of year. In December our little family of two (four if you count cats and rabbits) tries to do something festive and fun together, cooking different recipes, watching holiday films, buying presents and instead of complaining about traffic and how time consuming it is, we enjoy finding the perfect gift for everyone and wrapping them. I love buying gifts for my family and the time and money I spend on them is well spent. We also have a 'day off', a December tradition where we take a whole day off to do something relaxing and unplanned, which is very welcomed change since December is usually rather hectic. We walk around the streets in the city center and look at the beautiful houses and Christmas lights, go to a cafe for a cup of hot chocolate, go skating on the pond by the city hall and then go to a restaurant or home to cook. I really look forward to this day every December, it gives me time to recharge the batteries for the busy time ahead. 
Thursday, December 12, 2013

Hlébarðaleggings - Leopard leggings


Ég fann þessar hlébarðaleggings á útsölunni í Topshop í sumar og ákvað máta þær - ég stenst sjaldan gott hlébarðamunstur - og þær voru bæði fallegar og þægilegar og kostuðu lítið. Ég renndi yfir fataskápinn í huganum og fann nokkra toppa og kjóla sem að hægt væri að nota við buxurnar en ég geri það alltaf þegar ég er að fara að kaupa mér eitthvað sem er gríðarlega skrautlegt og gengur ekki við margt. Ég þoli ekki þegar ég kaupi mér flík án þess að hugsa út í það fyrst hvort ég komi til með að nota hana. Ég gerði einu sinni allt of mikið af því að kaupa eitthvað í hugsunarleysi og svo endaði það á að liggja ónotað inn í skáp vegna þess að það passaði ekki við neitt annað sem ég átti. Sem er sóun á peningum og plássi. Núna hugsa ég mig vel um áður en ég kaupi eitthvað - jafnvel þótt það sé á útsölu. En þessar leggings eru búnar að vera notaðar mikið, enn sem komið er þá bara við svart en þegar sólin fer að hækka á lofti aftur þá ætla ég að nota þær við fleiri liti. 

****

I found these Topshop leopard leggings last summer at the sales and since I can't resist a good leopard print I decided to try them on. They were comfortable, looked great on and costed a fraction of the original price, which is always a good thing. I went through my closet in my head to make sure I had something that would go with them; I always do that before I buy something 'crazy' so it doesn't end up in the back of my closet. I have done that too often in the past, buying something that didn't fit with anything in my closet and ending up never using it. Which is a waste of closet space and money. So now I really try to think it through before I buy anything - even if it's on sale. But these leggings have been used a lot, mostly with black but when spring comes I will be wearing them with brighter colors.

Monday, December 9, 2013

Litla (p)leðurpilsið - The (p)leather skirt


1. Dorothy Perkins peysa/sweater2. Debenhams sokkabuxur/tights, 3. Asos skór/boots4. Dorothy Perkins pils/skirt5. Ella ilmvatn/perfume6. Topshop skyrta/blouse7. My Theresa hælar/heels 

Ég gerði lista um daginn, sem sjá má hér, yfir það helsta sem mig langaði í úr Dorothy Perkins - mig langaði reyndar enn meira en stundum verður maður bara að hemja sig - og gervileðurpils vart eitt af því sem komst á þann lista. Samt ekkert það ofarlega því af öllu þessu þá splæsti ég á mig buxum, fannst þær vera gáfulegri fjárfesting heldur en stutt pleðurpils. En viti menn, ég fór heim með nýju buxurnar og þær sátu sem fastast inni í skáp og ofan í poka með merkimiðum á og alles. Eftir að hafa hugsað mig um í nokkra daga ákvað ég að fara og skipta þeim yfir í pilsið úr því ég hætti ekki að hugsa um það. Ég hefði ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að það væri óskynsamleg fjárfesting því ég er búin að nota það ítrekað síðan ég keypti það. Ég get notað það hversdags; með þykkum sokkabuxum, prjónaðri peysu og við lágbotna stígvél, eða við fínni tækifæri þar sem ég gyrði til dæmis skyrtu eða fínan topp ofan í það, skelli á mig varalit og fer í hæla. Ég er virkilega ánægð með að hafa skipt buxunum yfir í pilsið því það er að verða ein mest notaða flíkin í skápnum mínum þessa dagana - þannig vil ég eyða peningunum mínum - í eitthvað sem ég fæ mikil not úr og elska að fara í. Ég kem til með að nota þessa pilselsku í langan tíma.

****

I recently made a list, seen here, of all the things I wanted from Dorothy Perkins and on that list was a pleather skirt. I only allowed myself to buy one item and the skirt wasn't it. Instead I bought some jeggings, figuring I would use them a lot more than a pleather mini skirt. But several days later the jeggings were still in the bag, with the price tag still on and everything. I decided to return the jeggings and got the skirt instead and since then I've used it so much. It's really versatile, I can use it for a dressed down look with a pair of thick tights, chunky sweater and low heeled boots, or dress it up with a tucked in shirt or top, some lipstick and heels. I'm really glad I got the skirt since it has become one of my favorites and I wear it at least two or three times a week. It complements my wardrobe perfectly and I will be using it for a long time.Þar sem veðrið hefur ekki leyft útimyndatökur ákvað ég að skella bara í eina innimyndatöku, hún verður bara að duga þar til að mér er óhætt að kíkja út aftur með vélina! 

****

Since the weather hasn't been all that great I decided to take some pictures inside this time - they'll have to do until I dare to back outside with the camera!

Thursday, December 5, 2013

Einföld jólagreiðsla #1 - A simple holiday hairstyle #1


Þar sem jólin eru á næsta leiti með öllu sem þeim fylgir, jólaboðum, partýum og öðrum uppákomum, þá fannst mér sniðugt að koma með nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir jólaútlitið. Næstu vikur verð ég sem sagt með jólaþema í gangi ;)

Í desember er dagbókin hjá flestum okkar þéttskipuð. Vinna, próf, jólaundirbúningur, jólaboð og partý og þess háttar er fyrirferðarmikið og stundum er erfitt að koma öllu fyrir. Til dæmis ef jólaboð er bókað strax á eftir vinnu, þá er nauðsynlegt að vera skipulagður og gott að vera með auðvelda leið til að gera sig fína á sem stystum tíma. Í fyrstu færslunni ætla ég að sýna mjög einfalda "greiðslu" fyrir þau skipti þar sem tími er naumur - hún tekur um það bil 5 mínútur, um 20 mínútur með förðun.

Það sem þarf í þessa greiðslu er falleg slaufa á klemmu eða spennu, tvær hárspennur, þurrsjampó, hárlakk, greiða og hárbursti.


****

Since the holidays are upon us with all the parties, family gatherings and other festivities, I thought it would be fun to come up with some Christmas themed looks. The schedule in December is usually packed for most of us with work or exams, gift shopping and general Christmas preparations and sometimes there is very little time to get party ready. It pays off to have a simple routine that can be jazzed up quickly when time is limited and you don't have time to do something complicated. Sometimes all it takes is a sparkly hair pin and red lips!

The first hairstyle I'm going to do only takes about 5 minutes (hair and makeup takes about 20 minutes) and you will need a big hair clip with a bow, flower or some ribbon (preferably something with glitter or sequins to keep it 'Christmassy'), a hairspray, a comb with a pick and a hairbrush, two small hair pins and dry shampoo.


Fyrst spreyja smávegis af þurrsjampói í hárið (ég nota alltaf Batiste, finnst það lang best) jafnvel þó að hárið sé hreint. Þurrsjampóið gerir hárið stamara og það verður auðveldara að vinna með það. Síðan greiða vel í gegnum hárið og svo nota greiðuna til að greiða toppinn frá afgangnum af hárinu svo að það myndist smá "púff".

Spray on some dry shampoo, even if hair is clean. The dry shampoo gives the hair some texture and it's easier to work with. Then comb through hair and separate the fringe from the rest of the hair and make a 'quiff.


Spreyja greiðuna með hárlakki og greiða svo í gegnum toppinn og yfir öll litlu hárin sem vilja ekki liggja niðri. Þetta kemur í veg fyrir að púffið verði úfið.

Spray some hairspray on to the comb and then comb through the fringe to keep short hairs from being unruly.


Túbera toppinn svo púffið verði nú feitt og flöffí. Setja svo tvær hárspennur á móti hvort annarri í púffið til að halda því niðri. Að lokum tylla svo spennunni með slaufunni í púffið og partýhárið er tilbúið.

Backcomb the fringe to puff it up. Put two small hair pins in to keep the quiff in it's place. Finally put the pin with the bow in to the quiff and you've got a simple Christmas 'do'.
Hversdagsförðun hjá mér er meik á staði sem eru ójafnir, oftast kjálki og í kringum nef (ég þek aldrei allt andlitið), highlighter á kinnbein, kinnalitur, eyeliner og maskari og til að gefa henni smá jólakikk er lítið mál að mála eina rönd af glitrandi augnskugga fyrir ofan eyelinerinn og setja síðan fallegan dökkrauðan varalit á varirnar. Jólahjóla fílingur í hámarki :)

To kick up the everyday makeup (for me that's foundation where the skin tone is uneven, usually jawline and around nose, highlighter on cheekbones, blush, eyeliner and mascara) I put on a thick line of shimmer eye shadow above the eyeliner and some deep red lipstick. Party on!Sunday, December 1, 2013

Hlébarðakjóll - Leopard dress


Í sumar skrapp ég í Vogue heima á Akureyri til að kaupa tvinna og rakst á þetta æðislega fallega hlébarðaefni í leiðinni. Auðvitað kom ég út með meira en bara tvinnann þann daginn því ég varð að eignast kjól úr þessu efni. Ég er ekki orðin flink saumakona en mamma er að hins vegar og hún er að kenna mér, sem gengur frekar hægt þar sem ég bý núna í Reykjvík en hún heima á Akureyri. Plús að ég er óttalegt tröll þegar kemur að fíngerðum saumaskap en þetta kemur á endanum.

Mamma var svo elskuleg að búa til snið eftir mínum óskum og undir hennar leiðsögn saumaði ég þennan kjól (það má vel vera að hún hafi gripið inn í hér og þar þegar ég var ekki alveg að skilja hvað var að gerast) og útkoman varð æðisleg. Mig langar svo oft í eitthvað sem er hvergi til nema í hausnum á mér og þess vegna bað ég mömmu um að kenna mér að sauma. Ég get hangið í saumaverslunum tímunum saman að skoða efni og setja saman hugmyndir - og því er bara að halda áfram að æfa sig. Og já, kötturinn minn hann Mosi var ægilega forvitinn þegar við vorum að taka myndirnar og fékk því að vera með á tveimur ;)

****

Last summer I went to a fabric store in Akureyri to buy some thread and then I saw this gorgeous red leopard fabric I just had to get and make a dress from it. I'm not yet a great seamstress but my mother, who is great, is teaching me, although it's a slow process since I live for now in Reykjavík but she is in Akureyri (plus I'm a bit of a troll when it comes to delicate handiwork). 

My mum was kind enough to make the pattern for me and under her guidance I made the dress (she may or may not have helped me with a few stitches) and it turned out just lovely. I sometimes can't find the clothes I want, I go through store to store but find nothing so I decided it was time for me to learn to sew - I can spend hours in fabric stores looking at all the beautiful fabrics, thinking about dresses, jackets or what ever I want to make and I want to be good at it too. So I'll just keep working at it and soon I will be making my own clothes! Oh, and my cat Mosi was really interested when we were taking the pictures so I let him share the spotlight with me ;)