Monday, December 9, 2013

Litla (p)leðurpilsið - The (p)leather skirt


1. Dorothy Perkins peysa/sweater2. Debenhams sokkabuxur/tights, 3. Asos skór/boots4. Dorothy Perkins pils/skirt5. Ella ilmvatn/perfume6. Topshop skyrta/blouse7. My Theresa hælar/heels 

Ég gerði lista um daginn, sem sjá má hér, yfir það helsta sem mig langaði í úr Dorothy Perkins - mig langaði reyndar enn meira en stundum verður maður bara að hemja sig - og gervileðurpils vart eitt af því sem komst á þann lista. Samt ekkert það ofarlega því af öllu þessu þá splæsti ég á mig buxum, fannst þær vera gáfulegri fjárfesting heldur en stutt pleðurpils. En viti menn, ég fór heim með nýju buxurnar og þær sátu sem fastast inni í skáp og ofan í poka með merkimiðum á og alles. Eftir að hafa hugsað mig um í nokkra daga ákvað ég að fara og skipta þeim yfir í pilsið úr því ég hætti ekki að hugsa um það. Ég hefði ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að það væri óskynsamleg fjárfesting því ég er búin að nota það ítrekað síðan ég keypti það. Ég get notað það hversdags; með þykkum sokkabuxum, prjónaðri peysu og við lágbotna stígvél, eða við fínni tækifæri þar sem ég gyrði til dæmis skyrtu eða fínan topp ofan í það, skelli á mig varalit og fer í hæla. Ég er virkilega ánægð með að hafa skipt buxunum yfir í pilsið því það er að verða ein mest notaða flíkin í skápnum mínum þessa dagana - þannig vil ég eyða peningunum mínum - í eitthvað sem ég fæ mikil not úr og elska að fara í. Ég kem til með að nota þessa pilselsku í langan tíma.

****

I recently made a list, seen here, of all the things I wanted from Dorothy Perkins and on that list was a pleather skirt. I only allowed myself to buy one item and the skirt wasn't it. Instead I bought some jeggings, figuring I would use them a lot more than a pleather mini skirt. But several days later the jeggings were still in the bag, with the price tag still on and everything. I decided to return the jeggings and got the skirt instead and since then I've used it so much. It's really versatile, I can use it for a dressed down look with a pair of thick tights, chunky sweater and low heeled boots, or dress it up with a tucked in shirt or top, some lipstick and heels. I'm really glad I got the skirt since it has become one of my favorites and I wear it at least two or three times a week. It complements my wardrobe perfectly and I will be using it for a long time.Þar sem veðrið hefur ekki leyft útimyndatökur ákvað ég að skella bara í eina innimyndatöku, hún verður bara að duga þar til að mér er óhætt að kíkja út aftur með vélina! 

****

Since the weather hasn't been all that great I decided to take some pictures inside this time - they'll have to do until I dare to back outside with the camera!

No comments :

Post a Comment