Thursday, December 5, 2013

Einföld jólagreiðsla #1 - A simple holiday hairstyle #1


Þar sem jólin eru á næsta leiti með öllu sem þeim fylgir, jólaboðum, partýum og öðrum uppákomum, þá fannst mér sniðugt að koma með nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir jólaútlitið. Næstu vikur verð ég sem sagt með jólaþema í gangi ;)

Í desember er dagbókin hjá flestum okkar þéttskipuð. Vinna, próf, jólaundirbúningur, jólaboð og partý og þess háttar er fyrirferðarmikið og stundum er erfitt að koma öllu fyrir. Til dæmis ef jólaboð er bókað strax á eftir vinnu, þá er nauðsynlegt að vera skipulagður og gott að vera með auðvelda leið til að gera sig fína á sem stystum tíma. Í fyrstu færslunni ætla ég að sýna mjög einfalda "greiðslu" fyrir þau skipti þar sem tími er naumur - hún tekur um það bil 5 mínútur, um 20 mínútur með förðun.

Það sem þarf í þessa greiðslu er falleg slaufa á klemmu eða spennu, tvær hárspennur, þurrsjampó, hárlakk, greiða og hárbursti.


****

Since the holidays are upon us with all the parties, family gatherings and other festivities, I thought it would be fun to come up with some Christmas themed looks. The schedule in December is usually packed for most of us with work or exams, gift shopping and general Christmas preparations and sometimes there is very little time to get party ready. It pays off to have a simple routine that can be jazzed up quickly when time is limited and you don't have time to do something complicated. Sometimes all it takes is a sparkly hair pin and red lips!

The first hairstyle I'm going to do only takes about 5 minutes (hair and makeup takes about 20 minutes) and you will need a big hair clip with a bow, flower or some ribbon (preferably something with glitter or sequins to keep it 'Christmassy'), a hairspray, a comb with a pick and a hairbrush, two small hair pins and dry shampoo.


Fyrst spreyja smávegis af þurrsjampói í hárið (ég nota alltaf Batiste, finnst það lang best) jafnvel þó að hárið sé hreint. Þurrsjampóið gerir hárið stamara og það verður auðveldara að vinna með það. Síðan greiða vel í gegnum hárið og svo nota greiðuna til að greiða toppinn frá afgangnum af hárinu svo að það myndist smá "púff".

Spray on some dry shampoo, even if hair is clean. The dry shampoo gives the hair some texture and it's easier to work with. Then comb through hair and separate the fringe from the rest of the hair and make a 'quiff.


Spreyja greiðuna með hárlakki og greiða svo í gegnum toppinn og yfir öll litlu hárin sem vilja ekki liggja niðri. Þetta kemur í veg fyrir að púffið verði úfið.

Spray some hairspray on to the comb and then comb through the fringe to keep short hairs from being unruly.


Túbera toppinn svo púffið verði nú feitt og flöffí. Setja svo tvær hárspennur á móti hvort annarri í púffið til að halda því niðri. Að lokum tylla svo spennunni með slaufunni í púffið og partýhárið er tilbúið.

Backcomb the fringe to puff it up. Put two small hair pins in to keep the quiff in it's place. Finally put the pin with the bow in to the quiff and you've got a simple Christmas 'do'.




Hversdagsförðun hjá mér er meik á staði sem eru ójafnir, oftast kjálki og í kringum nef (ég þek aldrei allt andlitið), highlighter á kinnbein, kinnalitur, eyeliner og maskari og til að gefa henni smá jólakikk er lítið mál að mála eina rönd af glitrandi augnskugga fyrir ofan eyelinerinn og setja síðan fallegan dökkrauðan varalit á varirnar. Jólahjóla fílingur í hámarki :)

To kick up the everyday makeup (for me that's foundation where the skin tone is uneven, usually jawline and around nose, highlighter on cheekbones, blush, eyeliner and mascara) I put on a thick line of shimmer eye shadow above the eyeliner and some deep red lipstick. Party on!



No comments :

Post a Comment