Thursday, December 12, 2013

Hlébarðaleggings - Leopard leggings


Ég fann þessar hlébarðaleggings á útsölunni í Topshop í sumar og ákvað máta þær - ég stenst sjaldan gott hlébarðamunstur - og þær voru bæði fallegar og þægilegar og kostuðu lítið. Ég renndi yfir fataskápinn í huganum og fann nokkra toppa og kjóla sem að hægt væri að nota við buxurnar en ég geri það alltaf þegar ég er að fara að kaupa mér eitthvað sem er gríðarlega skrautlegt og gengur ekki við margt. Ég þoli ekki þegar ég kaupi mér flík án þess að hugsa út í það fyrst hvort ég komi til með að nota hana. Ég gerði einu sinni allt of mikið af því að kaupa eitthvað í hugsunarleysi og svo endaði það á að liggja ónotað inn í skáp vegna þess að það passaði ekki við neitt annað sem ég átti. Sem er sóun á peningum og plássi. Núna hugsa ég mig vel um áður en ég kaupi eitthvað - jafnvel þótt það sé á útsölu. En þessar leggings eru búnar að vera notaðar mikið, enn sem komið er þá bara við svart en þegar sólin fer að hækka á lofti aftur þá ætla ég að nota þær við fleiri liti. 

****

I found these Topshop leopard leggings last summer at the sales and since I can't resist a good leopard print I decided to try them on. They were comfortable, looked great on and costed a fraction of the original price, which is always a good thing. I went through my closet in my head to make sure I had something that would go with them; I always do that before I buy something 'crazy' so it doesn't end up in the back of my closet. I have done that too often in the past, buying something that didn't fit with anything in my closet and ending up never using it. Which is a waste of closet space and money. So now I really try to think it through before I buy anything - even if it's on sale. But these leggings have been used a lot, mostly with black but when spring comes I will be wearing them with brighter colors.

No comments :

Post a Comment