Monday, January 13, 2014

Mætt aftur - Back again

Jæja, þá er ég loksins farin að blogga aftur. Ég dó ekki neitt en ég tók mér hins vegar laaanga pásu yfir jólin frá eiginlega öllu tæknitengdu. Ég lét tölvuna að mestu í friði (stundum liðu nokkrir dagar á milli þess sem ég skoðaði facebook og það er mikið hjá mér!), myndavélin fékk að liggja í töskunni ósnert að mestu og ég opnaði ekki tölvupóstinn minn. Það var mjög ljúft að bara slappa aðeins af og kveikja ekki á neinu. Við fórum til Akureyrar um jólin og höfðum það huggulegt í vonda veðrinu - vorum veðurteppt inni í þrjá daga í sveitinni og ég var í náttfötum allan tímann. Fjölskyldan gerði lítið annað en að horfa á myndir, borða, lesa og spila og við mamma nýttum tímann í að taka upp snið og undirbúa saumaskap á nýju ári. Ég skal sýna afraksturinn hérna ef vel tekst upp. Annars langar mig bara að deila með ykkur í þessu fyrsta bloggi á árinu nokkrum myndum sem mér þykja skemmtilegar og summa upp haustið og jólin hjá mér nokkuð vel. Núna fer bloggið aftur í gang af fullum krafti og fullt af skemmtilegu framundan!

****

I'm finally back. I didn't die or anything but I did take a looong brake from anything tech-related during my holdidays in Akureyri. I hardly opened my computer, there was sometimes no facebook for days (unusual for me and my facebook addiction!), my camera was hardly touched and I didn't even check my emails. It was lovely to just shut down and be with my family without the constant noise of social media. The weather was bad and we were weather bound at my parents house in the country outside of Akureyri for three days. We didn't mind it - if you live in Iceland, especially in the countryside, you get used to pretty harsh winters and heavy snow and I happen to love it - and during these three days I wore pyjamas the whole time. We ate, slept, watched movies, read, and played cards, and I managed to make a new sewing pattern with my mother. If the end result of that pattern is good, I will show it here. In this first blogpost of the year I want to share with you some of my favourite outfit pictures that didn't find their way into the blog the first time, and some holiday stuff as well. Enjoy!

Að koma mér í gírinn fyrir myndatöku með smá hoppum; að berjast við að fá köttinn til að vera kyrr, og að plana átfitt fyrir myndatöku // Getting ready for a photoshoot by doing some big jumps; struggling to get my cat to stay still, and planing an outfit

Fótabúnaður minn bróðurpartinn af jólunum // My favourite shoes during the holidays

Elsku mamma saumaði þennan handa mér áður en ég kom heim og hann bara hékk uppi, tilbúin til að vera í á aðfangadag // My mother made this dress for me, I felt like a princess on Christmas day!

Mamma sem var svo elskuleg að bregða sér í kraftgallann til að taka af mér myndir í hörkufrosti // My lovely mother with my cat, dressed up in winter gear to take pictures for my blog


Plana föt í tösku svo hægt verði að taka myndir í fríinu til að setja á bloggið // Outfit planning before a vacation

Besta myndin í bænum, varð að fá að vera með // The best picture of me so far - I have no idea of what was going on there!

Dýrin sem orðið hafa á vegi okkar þegar við erum að taka myndir - hundar, gæsir og kettir alls staðar // The animals we've come across while taking pictures

Tónleikar í Hörpu fyrir jólin, Emílíana Torrini stóð algjörlega fyrir sínu // Emiliana Torrini concert before Christmas 


Ég og yngsta systir mín að fara út á gamlárs, köldið varð eitt það skemmtilgasta á árinu! // Me and my youngest sister going out on New Years - turned out to be one of the best nights out the whole year!

Akureyri er svo falleg um jólin, ég gat endalaust skoðað allar fallegu skreytingarnar sem voru út um allan bæ // My hometown, Akureyri, always looks so beautiful around Christmas. I could spend hours walking around and enjoying the lights.

No comments :

Post a Comment