Monday, January 27, 2014

2014

Ég veit að flestir eru fyrir löngu búnir að strengja áramótaheit og jafnvel gleyma þeim aftur en ég er venjulega ekkert að stressa mig á tímarömmum. Ég hef í raun aldrei strengt áramótaheit. Hins vegar þá nota ég upphaf ársins til að skrifa niður nokkur af þeim markmiðum sem mig langar til að vinna að á nýju ári. Síðastliðin ár hef ég skrifað þau niður á blað einhverntíman í janúar, rammað inn og sett á snyrtiborðið mitt því þar sé ég þau daglega. Þessi markmið eiga að hafa þann tilgang að minna á mig á allt það sem mig langar að bæta hjá sjálfri mér án þess að setja neina dagsetningu á þau - ég skrifa ekki að ég ætli að missa 10 kg. fyrir maí eða neitt svoleiðis, ef ég ætlaði að setja mér það markmið að léttast þá skrifa ég frekar að ég ætli að vera dugleg að hreyfa mig og borða hollt. Það fylgir því minni pressa og snýst um ferlið að því að léttast, ekki bara endamarkmiðið. Og þegar ég snyrti mig á morgnana blasa þessi markmið mín við mér sem gerir mér auðveldara að muna þau og fara eftir þeim.




No comments :

Post a Comment