Wednesday, January 15, 2014

Kalt úti - It's cold outside


Húfa: Topshop (gömul), úlpa: Next (gömul), peysa: Spúútnik markaðurinn, leggings: Imperial Akureyri, Skór: Sparkz Kringlunni // Hat: Topshop (old), coat: Next (old), Sweater: Spúttnik outlet store, leggings: Imperial, Akureyri, shoes: Sparkz, Kringlunni

Þó það sé farið að birta aftur þá er veturinn svo sannarlega ekkert búinn og nauðsynlegt að klæða sig í samræmi við það. Þess vegna nýttum við tækifærið þegar sáum hvað kvöldið ætlaði að verða bjart og fallegt og fórum út og tókum nokkrar myndir af hversdags hlýjum fötum. Ég fór í uppáhalds peysuna mína - ég fann hana á 3000 kr. á Spúútnik markaðnum á Laugaveginum í haust og ég get svo svarið það, það voru ein bestu kaup sem ég hef gert lengi því ég er alltaf í henni. Og svo er ég með æði fyrir köflóttu í augnablikinu (eitthvað sem hefur aldrei gerst áður hjá mér) og ég varð ekkert smá glöð þegar ég rakst á þessar leggings þegar ég var síðast fyrir norðan á 60% afslætti. Þar sem þær kostuðu ekki nema 3990 kr. til að byrja með og því endaði ég á að borga um 1500 kr. fyrir þær svo peysan og buxurnar sem ég er í kosta samtals 4500 kr. Ekki slæmt fyrir þá sem eru í skóla!

****

Even though the sun has made an appearance, it's still far from summertime. So dressing in something warm is a must. And when we saw how lovely the weather war turning out to be in the afternoon we rushed outside to take some everyday outfit pictures and watch the sunset. I wore my favourite sweater - I found it in Spúútnik (Icelandic vintage store) last fall and it has to be one of the best buys this year. I love this sweater so much and I'm always wearing it, it's warm and gorgeous! And for the first time in my life I'm craving plaid, so when I saw these fabulous leggings at 60% off of course I had to have them - not a bad deal for those still in school!
No comments :

Post a Comment