Ég fór í Primark þegar ég var á Spáni fyrir jól og rak augun í þessa hlébarðaskó fyrir litlar 1500 kr. Ég tók par í 39 og mátaði, þeir pössuðu og ég keypti þá án þess að spá eitthvað sérstaklega í það. Ég hafði séð svipaða skó í Zöru en þeir kostuðu um 9000 kr. og ég ákvað að spara mér þann pening og prófa Primark útgáfuna. Í stuttu máli sagt þá átti ég ekki von á að þeir væru svona þægilegir - þeir eru einir af uppáhaldsskónum mínum og ég get varla beðið eftir að geta notað þá þegar veðrið verður betra. Þeir passa við næstum allt. Þegar ég tók þessar myndir þá var nú reyndar fullkalt fyrir þá en hey, ég lifði af. Ég elska hlébarðamunstur og tek hjartanlega undir með þeirri sem sagði: "to me, leopard is neutral."
No comments :
Post a Comment