Saturday, May 24, 2014

Gæran


Fyrir nokkrum vikum komu nýjar vörur í fóu (já ég er sko komin í nýja vinnu í æðislegri verslun, segi frá því seinna) sem ég kolféll fyrir en það voru gærukragar og skinntreflar í alls konar útfærslum og litum. Ég var mest skotin í þessum svarta sem er á myndinni og mátaði hann oft og hugsaði með mér að ég ætlaði sko að eignast hann. Nema hvað ég beið of lengi og hann seldist í dag! Ég hélt andliti fyrir framan konuna sem keypti hann en hins vegar öskraði ég inn í mér "my god why??!" og fór næstum að grenja. Djók. En ég var alveg svekkt. Konan sem keypti hann var samt afskaplega fín með hann og hæstánægð með kaupin svo það var bara gott mál. Við fáum líka fleiri kraga seinna og ég veit að þar leynist einn handa mér. Næst ætla ég samt ekki að bíða svona lengi, það er klárt mál. Ég náði þó allavega þessari fínu mynd af mér með hann til að setja á bloggið, það er skárra en ekkert :D

No comments :

Post a Comment