Thursday, February 6, 2014

Bleikt á bleikt

Kápa: Topshop, skyrta: Vila, gallabuxur: Dorothy Perkins, Skór: Topshop, hálsmen: Topshop, taska: Centro, hringar: Topshop og Lindex
Jæja, þá var bleika kápan loksins mynduð þó að ég sé búin að eiga hana síðan um jólin. Ég elska hana og hef varla farið úr henni síðan hún varð mín. Mér finnst æðislegt að eiga vetraryfirhöfn sem er ekki í dökkum lit og þessi fallega pastelbleiki litur bæði lyftir upp skapinu í sólarskortinum og passar svona líka fallega við þegar það er snjór - mér finnast pastellitir og hvítt fara svo vel saman. Og ég treð mér í hana yfir allt saman, óháð því hvort að litirnir sem ég er í undir passa við eða ekki. Ég var reyndar hóflega litaglöð í þetta skiptið þar sem ég fór í svörtu Vila skyrtuna mína og svo bláar gallabuxur (reyndar með dökkbláu hlébarðamunstri svo smá kreisí í gangi þar) en reyndi að bæta upp fyrir það með því að vera í rauðum glimmersokkum innan undir nýju skóna mína sem ég fann á útsölunni í Topshop um helgina. En svo bætti ég um betur og skellti á mig nýju loðnu töskuna mína sem ég fann í Centro heima á Akureyri um jólin. Flestum finnst sennilegast nóg að vera í einni flík sem er loðin og bleik, en ekki mér. Ég fæ aldrei nóg af loðnu og bleiku.

Myndatakan gekk ekkert sérlega vel þar sem dagsbirtan var af skornum skammti og fór minnkandi með hverri mínútu sem við vorum að og því eru myndirnar í dekkri kanntinum. En þetta var eina tækifærið þar sem við vorum bæði laus á sama tíma og veðrið ekki alveg ömurlegt svo þær urðu bara að duga. Það hentar ekki alltaf of vel að reyna að halda úti tískubloggi yfir veturinn á Íslandi! 









2 comments :