Tuesday, November 5, 2013

Svartur köttur og blettatígurskápa - Black Cat and a Cheetah Coat

Kápa: gömul, skór Zara, buxur: Dorothy Perkins, skyrta, svipuð hér: Vila, hálsfesti: gömul  // Coat: vintage, shoes: Zara, pants: Dorothy Perkins, shirt, similar here: Vila, necklace: old.

Við fórum heim til Akureyrar síðustu helgi og nutum þess að vera í snjó og fallegu veðri, borða góðan mat, hitta ættingja og vini og slappa af við arininn heima í sveitinni. Mér fannst tilvalið tækifæri að smella af nokkrum myndum þar sem vetrarsólin skein skært og gaman að fá smá sjó í bakgrunninn. 

Þessi blettatígurskápa varð mín eftir að ég hafði skannað Ebay lengi vel kvöld eitt fyrir nokkrum árum. Og hún kostaði mig ekki nema níu dollara; stundum ratar maður á eitthvað stórkostlegt á Ebay ef þolinmæðin er fyrir hendi. Ég var svo að róta í geymslunni fyrir nokkrum dögum þegar ég gróf hana upp úr "vetrarflíkur" kassanum, gjörsamlega búin að gleyma henni. Ég elska þegar það gerist, að finna aftur flík sem ég elska en hef ekki notað í einhvern tíma, það er bara eins og að eignast eitthvað nýtt! Hún var sett í notkun með það sama og kemur til með að verða notuð mikið í vetur. Hún er hlý og geggjað kúl, get ég beðið um meira? Og já, kötturinn okkar hann Mosi fékk að laumast með í myndatökuna enda myndast hann með eindæmum vel ;)

****

Last week we went to our hometown, Akureyri, and enjoyed being in the snow, eating great food, meeting family and friends and relaxing in front of the fireplace at my parents home. The weather was beautiful, sunny and still, and it was the perfect opportunity to take some outfit pictures.

This Cheetah coat became mine after a night long search on Ebay few years ago. And it only costed nine dollars; it does pay off to be patient while browsing on Ebay because you might end up with a gem like this one. And last week I was going through my storage room and found the coat buried under some boxes. I was thrilled to find it as I had completely forgotten about it! I love when this happens, to forget about something I love and then find it again, it's just like getting a new piece of clothing :) The coat went straight from the storage room to my closet and I will be using it a lot this winter. It's warm and chic, what more can I ask for? Oh, and our cat Mosi just had to be in one of the pictures as he is very photogenic ;)

No comments :

Post a Comment