Wednesday, November 27, 2013

Stórar kápur - Oversized Coats

Christy Turlington Vogue Italia 1990

Mér þykir mjög skemmtilegt að fletta í gömlum tískublöðum og láta hugann reika um liðna tíma og liðna tísku. Stundum vekur það upp nostalgíutilfinningar, jafnvel þótt ég muni lítið eða ekkert eftir þeim tíma sem um ræðir. Þetta gerist afskaplega oft þegar ég skoða myndir frá áttunda áratugnum þegar hippatímabilið var að líða undir lok og 70's diskóið, Abba og síðir kjólar réðu ríkjum og ég óska þess að hafa fengið að "kíkja í heimsókn" þangað. En þar sem tímavélar eru ekki í boði þá verð ég bara að fletta í gömlum myndum njóta úr fjarlægð. Sumt er vitanlega ekki að höfða til mín - blár augnskuggi upp undir augabrúnir eða uppháar buxur sem eru svo þröngar að það er bara "halló kameltá!" eru ekki minn tebolli - en margt er virkilega skemmtilegt og gefur mér fullt af hugmyndum sem ég reyni að nýta í mína eigin rútínur og útlit. 

Það er líka bara nýlega sem ég fór að kunna að meta tískuna á níunda og tíunda áratugnum. Sennilegast vegna þess að ég upplifði þá tíma sem barn og í den fannst mér tískan þá hræðileg. En ég var krakki og fannst ekkert fallegt nema gallabuxur, bleikar/appelsínugular peysur og hárspangir, það var minn einkennisbúningur og ég fékkst ekki í neitt annað. En hlutirnir breytast eftir því sem tíminn líður (fjarlægðin gerir jú fjöllin blá) og ég fór að læra að meta þessa áratugi tískulega séð og ég er búin að vera að drekka í mig gömul tískublöð og horfa á myndir og þætti frá tímabilinu 1985 og til svona ársins 1995. Þessi mynd af Christy Turlington í risastóru kápunni heillar mig á nostalgíuhátt og ég er með kápur í yfirstærð gjörsamlega á heilanum í augnablikinu. Mig langar ekkert í eins kápu og er á myndinni en mig langar í kápu sem er í anda hennar og allar kápurnar á myndunum fyrir neðan eru gullfallegar. Linda ❤ stórar kápur. 

****

I love flipping through old fashion magazines and dream about different times and fashion. It can be very nostalgic even though I don't remember much (or anything at all) from those times. This happens a lot when I'm looking at pictures from the seventies when fashion was going from the hippies to the disco and Abba and maxi dresses ruled. If time machines existed I would definitely go back for a day or two, put on a disco dress, flick my hair a la Farrah Fawcett and dance the night away. Not everything appeals to me of course - blue eye shadow to my eyebrows and pants so tight that it's "hello cameltoe!" are not my thing - but a lot looks good and inspires me to to use some of it in my own beauty/fashion routine.

And it's just recently that I started to like the fashion from the eighties and the nineties. The reason for that is probably because I grew up in it and back then I hated what the grown ups wore. But I was a kid and the only "fashion" I liked was jeans, pink or orange sweatshirts and headbands and that's pretty much all I wore for the most of my childhood. But things change as you move further away and I have finally started to appreciate this time and all I want to do now is to look at magazines, tv-shows and movies from 1985 to 1995. This picture of Christy Turlington in the oversized coat makes me nostalgic and I can't wait to find my own modern version of it. Linda  big coats.


No comments :

Post a Comment