Ég er búin að nota Dior It-Lash í þrjá mánuði núna og ég elska hann. Þegar ég byrjaði fyrst í fóu þá voru stelpurnar þar með svo áberandi löng og þykk augnhár að ég tók alveg sérstaklega eftir því og ég man eftir að ég hugsaði með mér "já maður, þetta er augnhárafyrirtækið!" þegar ég sá þær fyrst. Ég var ekki lengi að komast að því að umræddur maskari var einmitt It-Lash en það tók mig hins vegar næstum ár að kaupa hann, aðallega vegna þess að ég átti tvo nýja maskara sem höfðu verið keyptir handa mér í Kanada og ég vildi klára þá fyrst. Ég sé ekki eftir því að hafa splæst rúmum 5000 kalli í þennan - hann er alveg þess virði. It-Lash er maskari sem á aðallega að lengja, eitthvað sem ég sækist ekki eftir því ég er með mjög löng augnhár og leita frekar eftir þykkingu en hann þykkir alveg ef maður notar hann rétt. Ég fer alltaf tvær umferðir, fyrst bretti ég augnhárin öðrum megin og fer eina umferð yfir og passa að fara vel ofan í hársræturnar og færi mig svo yfir og geri það sama. Því næst fer ég aðra umferð yfir og passa að bera maskarann aftur vel ofan í ræturnar og það er þá sem að þykktin verður verulega góð. Hárin verða alveg kolsvört, maskarinn þornar mjög fljótt og klessist ekki á augnlokið ef maður opnar of snemma, hann molnar sama og ekkert og tollir allan daginn án þess að fröken pönduaugu mæti á svæðið. Maskarinn er líka jafn flottur um kvöldið eins og hann var um morguninn svo endingin er mjög góð. Á fystu myndinni er ég búin að setja á mig rakakrem, BB krem frá Maybelline og svo kinnalit frá Maybelline, og hef fjallað um hér og hér og á seinni myndnum er ég augljóslega komin með maskarann ógurlega - augnhárin verða feit og fín og ég get farið út í daginn vopnuð ofuraugnhárum. Þessi fær fullt hús stiga hjá mér!
No comments :
Post a Comment