Þeir sem þekkja mig vita að ég elska hlébarðamunstur. Það er til dæmis ekki langt síðan ég talaði um þessa skó hérna og tók undir þá fullyrðingu að fyrir mér væri hlébarðamunstur hlutlaust. En á sama tíma og ég segi að það sé hlutlaust þá er það nefnilega líka mjög áberandi og eftirtektarvert og það er fátt sem gerir jafn mikið fyrir annars hversdagslegt outfit eins og þetta sem ég sýni í dag. Ég er bara í ofurvenjulegri rauðri peysu og bláum gallabuxum, alveg sætt en kannski ekki neitt voðalega spes. Venjulegir svartir ökklarskór hefðu alveg dugað fínt en þessir skór gera það aaaaðeins meira töff. Og það er sú breyting sem ég reyni hvað oftast að ná fram þegar ég klæði mig, afskaplega hversdagslegur grunnur með einhverju einföldu en þó áhrifaríku sem dregur outfittið úr "hversdags" upp í "töff". Dass af hlébarða gerir allt betra!
Sunday, April 12, 2015
Rauð peysa með dass af hlébarða
Þeir sem þekkja mig vita að ég elska hlébarðamunstur. Það er til dæmis ekki langt síðan ég talaði um þessa skó hérna og tók undir þá fullyrðingu að fyrir mér væri hlébarðamunstur hlutlaust. En á sama tíma og ég segi að það sé hlutlaust þá er það nefnilega líka mjög áberandi og eftirtektarvert og það er fátt sem gerir jafn mikið fyrir annars hversdagslegt outfit eins og þetta sem ég sýni í dag. Ég er bara í ofurvenjulegri rauðri peysu og bláum gallabuxum, alveg sætt en kannski ekki neitt voðalega spes. Venjulegir svartir ökklarskór hefðu alveg dugað fínt en þessir skór gera það aaaaðeins meira töff. Og það er sú breyting sem ég reyni hvað oftast að ná fram þegar ég klæði mig, afskaplega hversdagslegur grunnur með einhverju einföldu en þó áhrifaríku sem dregur outfittið úr "hversdags" upp í "töff". Dass af hlébarða gerir allt betra!
Subscribe to:
Post Comments
(
Atom
)
No comments :
Post a Comment