Thursday, November 28, 2013

Náttúruleg förðun - Natural makeup

Body Shop highlighterBarry M Dazzle dustThe Body Shop Shimmer cube paletteNyx Pure Nude varalitur/lipstickMakeup Store Must Have kinnalitur / blush

Þessi fallega og náttúrulega förðun er alveg að heilla mig upp úr skónum þessa dagana. Góður highlighter og kinnalitur, smávegis af hóflegum eyeliner/augnblýant og maskara og svo húðlitaður varalitur eða gloss og voila! falleg en látlaus förðun komin. Tilvalið fyrir hversdaginn en lítið mál að bæta við þunnri línu af fallegum glimmer eyeliner við ytri augnkrókinn og jazza þetta aðeins upp og förðunin orðin partýfær ;)

****

This lovely and natural makeup is my favorite these days. A good highlighter and a blush, moderate eyeliner and mascara and finally a neutral lipstick or gloss and voila! a beautiful daytime makeup. But it's easy to make it party ready by simply putting some glitter eyeliner on the outer corner of the eyes and you're good to go ;)

Wednesday, November 27, 2013

Stelpukvöld - Girls Night In


Mér þykir alveg nauðsynlegt að hafa reglulega stelpukvöld þar sem kjaftagangurinn er í hámarki, horft á skemmtilega mynd og jafnvel eitthvað gott borðað. Nokkrar vinkonur mínar eru alveg jafn kreisí í naglalökk og ég og því er aðalmálið í hvert skipti sem við hittumst að mæta með safnið og skoða og gramsa hjá hver annarri og prófa nýja liti. Í síðasta skiptið var jólaþema með mandarínum, jólaöli og Home Alone - það verður ekki mikið betra en það.

****

Girls night in with lots of gossip, a fun movie and something good to eat is a necessity for me and we have these nights regularly. Two of my friends are just as crazy about nail polishes as I am and every time we meet we bring our collections and get to rummage through everyone else's box and try on new colours. 

The last time we met we had a Christmas theme, drank Jólaöl (Icelandic holiday soda - my favorite drink besides water), ate clementines (in Iceland they are considered  a "Christmas fruit") and watched Home Alone. Nail polishes and a Christmas theme? Count me in.

Opi: The Impossible, Gosh: Berry Me, Gosh: Ocean

Stórar kápur - Oversized Coats

Christy Turlington Vogue Italia 1990

Mér þykir mjög skemmtilegt að fletta í gömlum tískublöðum og láta hugann reika um liðna tíma og liðna tísku. Stundum vekur það upp nostalgíutilfinningar, jafnvel þótt ég muni lítið eða ekkert eftir þeim tíma sem um ræðir. Þetta gerist afskaplega oft þegar ég skoða myndir frá áttunda áratugnum þegar hippatímabilið var að líða undir lok og 70's diskóið, Abba og síðir kjólar réðu ríkjum og ég óska þess að hafa fengið að "kíkja í heimsókn" þangað. En þar sem tímavélar eru ekki í boði þá verð ég bara að fletta í gömlum myndum njóta úr fjarlægð. Sumt er vitanlega ekki að höfða til mín - blár augnskuggi upp undir augabrúnir eða uppháar buxur sem eru svo þröngar að það er bara "halló kameltá!" eru ekki minn tebolli - en margt er virkilega skemmtilegt og gefur mér fullt af hugmyndum sem ég reyni að nýta í mína eigin rútínur og útlit. 

Það er líka bara nýlega sem ég fór að kunna að meta tískuna á níunda og tíunda áratugnum. Sennilegast vegna þess að ég upplifði þá tíma sem barn og í den fannst mér tískan þá hræðileg. En ég var krakki og fannst ekkert fallegt nema gallabuxur, bleikar/appelsínugular peysur og hárspangir, það var minn einkennisbúningur og ég fékkst ekki í neitt annað. En hlutirnir breytast eftir því sem tíminn líður (fjarlægðin gerir jú fjöllin blá) og ég fór að læra að meta þessa áratugi tískulega séð og ég er búin að vera að drekka í mig gömul tískublöð og horfa á myndir og þætti frá tímabilinu 1985 og til svona ársins 1995. Þessi mynd af Christy Turlington í risastóru kápunni heillar mig á nostalgíuhátt og ég er með kápur í yfirstærð gjörsamlega á heilanum í augnablikinu. Mig langar ekkert í eins kápu og er á myndinni en mig langar í kápu sem er í anda hennar og allar kápurnar á myndunum fyrir neðan eru gullfallegar. Linda ❤ stórar kápur. 

****

I love flipping through old fashion magazines and dream about different times and fashion. It can be very nostalgic even though I don't remember much (or anything at all) from those times. This happens a lot when I'm looking at pictures from the seventies when fashion was going from the hippies to the disco and Abba and maxi dresses ruled. If time machines existed I would definitely go back for a day or two, put on a disco dress, flick my hair a la Farrah Fawcett and dance the night away. Not everything appeals to me of course - blue eye shadow to my eyebrows and pants so tight that it's "hello cameltoe!" are not my thing - but a lot looks good and inspires me to to use some of it in my own beauty/fashion routine.

And it's just recently that I started to like the fashion from the eighties and the nineties. The reason for that is probably because I grew up in it and back then I hated what the grown ups wore. But I was a kid and the only "fashion" I liked was jeans, pink or orange sweatshirts and headbands and that's pretty much all I wore for the most of my childhood. But things change as you move further away and I have finally started to appreciate this time and all I want to do now is to look at magazines, tv-shows and movies from 1985 to 1995. This picture of Christy Turlington in the oversized coat makes me nostalgic and I can't wait to find my own modern version of it. Linda  big coats.


Monday, November 18, 2013

Topshop Kimono











Jakki með loðkraga: Imperial Akureyri, kimono: Topshop, Hlýratoppur: Topshsop, leggings: Volcano Design, stígvél: gömul, handtaska: Accessorize (gömul)  //  Jacket with fur trim: Imperial Akureyri, kimono: Topshop, Cami top: Topshop, leggings: Volcano Design, boots: old, clutch: Accessorize (old)

Einn daginn í vinnunni ákvað ég máta þennan kimono og topp saman bara svona af því bara (lítið að gera og mig langaði að prófa eitthvað nýtt). Það varð ekki aftur snúið - ég elskaði þetta tvennt saman og "neyddist" til að kaupa bæði. Smáatriðin í kimonoinum eru virkilega falleg og smellpassa við skæra litinn í toppnum og mér líður mjög glaðlega þegar ég fer í þessi föt. Bjartir litir gera mig alltaf glaða. Í augnablikinu er Topshop stútfull af fallegum kimonoum og toppum, sem er draumur fyrir svona hippa eins og mig. Appelsínuguli toppurinn er til í mörgum öðrum litum og ég á svo sannarlega eftir að fá mér fleiri því þeir eru algjört æði við bæði buxur og pils og ekki skemmir að litirnir eru glaðlegir og skemmtilegir. 

Mér fannst nauðsynlegt að herða lúkkið aðeins upp svo að á móti léttum og lausum toppnum og kimonojakkanum fannst mér tilvalið að vera í háhæluðum hnéháum stígvélum og úr varð þessi frjálslega samsetning. Það var ekki verra að mér fannst jakkinn með loðkraganum, sem er uppáhalds yfirhöfnin mín í augnablikinu, passa fullkomlega við.

****

One day at work I was trying on different outfits (slow day and I wanted something new) and finally gave one of the camisole tops a chance. Topshop is full of tops like this but they never appealed to me for some reason. But once I was in it I loved it. Especially with this gorgeous kimono and I simply had to buy both. The details in the kimono are beautiful and match the color of the camisole perfectly and whenever I wear this outfit I feel happy. Bright colors always make me happy. Right now, Topshop is full of kimonos and colorful camisoles, which is a heaven for a hippie like myself and I will definitely buy the top in more colors. I love easy and free flowing clothes.

I wanted to toughen up the "loseness" of the outfit so I teamed it with black knee high boots and a fur trim jacket, which is a favorite right now, and it was the perfect combination of "free" and "tough".

Thursday, November 14, 2013

Nammilitir - Candy Coloured

1. Eyrnalokkar // Earrings  2. Hálsfesti // Necklace  3. Blómaspöng // Flower Band  4.Naglalakk // Nail Polish  5. Naglalakk // Nail Polish  6. Naglalakk // Nail Polish  7. Nyx varagloss // Nyx Lipgloss
Ég elska skæra og bjarta liti og á veturna þegar ég klæði mig oftar í svart finnst mér nauðsynlegt að poppa það aðeins upp. Hvort sem ég bæti á mig skærlitu skarti, lakki neglurnar í nammilit eða setji á mig neonlitað gloss þá finnst mér það alltaf gera heilmikið og það dregur úr alvarleikanum þegar ég er klædd í svart. Svo er það líka bara gott fyrir sálina að vera með til dæmis fallega bleikar neglur til að horfa á þegar ég þarf að brjótast í gegnum rok og niðamyrkur snemma á morgnana til að komast í ræktina. Bjartir litir eru svo aldeilis ekki bara fyrir sumartímann!

****

I love bright colours and in winter when I'm more often dressed in black I use them to pop up an outfit. Whether I put on a brightly coloured jewelry, paint my nails in candy colours or put on a neon pink gloss, it always makes a black/dark outfit a bit less serious. Plus I think it's good for my soul to have, for instance, beautiful bright pink nails to look at when I'm dragging myself to the gym in snow and darkness early in the morning. Bright candy colours are definitely not just for summertime!

Saturday, November 9, 2013

Köflótt - Chequered





Peysa: gömul,  skyrta: gömul, buxur: Dorothy Perkins, skór: Zara, taska: gömul, sólgleraugu: Tiger  //  Sweater: old, shirt: old, pants: Dorothy Perkins, shoes: Zara, bag: vintage, sunglasses: Tiger 


Ég elska þessar köflóttu buxur. Ég elskaði þær reyndar ekki fyrst þegar ég sá þær hanga í Dorothy Perkins dag einn þegar ég mætti til vinnu. Mér fundust þær eiginlega alveg æðislega ljótar. En það er oft þannig með með mig að ef ég sé einhverja flík sem vekur sterk neikvæð viðbrög hjá mér, þá fer það þannig á endanum að ég verð bara að máta hana. Rétt að tékka á því hvort að hún sé í rauninni svona ljót. Og svo búmm, ég bara búin að kaupa flíkina. Það er greinilega stutt á milli ástar og haturs hvað föt varðar hjá mér. Sem er reyndar bara skemmtilegt því það er alltaf gaman að koma sjálfri mér á óvart og víkka sjóndeildarhringinn tískulega séð. 

Alla vega, buxurnar urðu mínar og ég er búin að ganga nokkuð oft í þeim því þær eru ekki bara töff heldur líka alveg ótrúlega þægilegar. Svo þægilegar að ég hef verið að læðupúkast í þeim heima við þegar ég er að læra þó ég eigi spes "lærdómsbuxur" sem eiga að notast í slíkt. 

Í þetta skiptið ákvað ég að para þær með hvítri skyrtu og rauðu æðislega hlýju peysunni sem mamma gaf mér og mér fannst það koma svona líka flott út. Ætli ég eigi ekki eftir að nota buxurnar saman við hverja einustu þykku peysu sem ég á í skápnum þar til það verður of hlýtt til þess, svo hrifin var ég af þessari þægilegu samsetningu.

****

I love these chequered pants. It wasn't love at first sight though. When I saw them hanging in Dorothy Perkins when I came to work one day I immediately hated them. That happens to me quite a lot; I see something I have a strong, negative reaction too but try it on anyway (just to make sure it really is that ugly), and then boom! I've bought it! There clearly is a thin line between love and hate when it comes to clothes and me. But that's fun, I'm always exited to expand my fashion horizon

Anyway, these pants are mine now and I have worn them quite often because they are not just cool but extremely comfortable too. I even wear them whilst studying although I have a strict rule about not wearing "better" clothes when I do that. I can be a bit messy when I'm eating at my desk/lying on the sofa reading and drinking tea... 

I decided to wear the pants with a white shirt and a big, cosy sweater since it was really cold that day. From now on I'll be wearing them with every single chunky sweater I own in my closet because I liked this outfit so much. 

Wednesday, November 6, 2013

Sexy Fall

1. Longline Bra // Brjóstahaldari  2. Opi Nail Polish // Opi naglalakk  3. Pink Sweater // Bleik Peysa  4. Necklace // Hálsmen  5. Faux Leather Pants // PU Buxur           6. Fur Trim Coatigan // Peysa með loðkraga  7. Sensous Noir Perfume // Ilmvatn  8. Black Heels // Svartir hælar

Mér finnst haust og vetrarklæðaburður alltaf vera meira kynþokkafullur en sá yfir sumartímann. Leðurbuxur (í þessu tilfelli gervileður), þykkar peysur, loðkragar og krydduð ilmvötn fá mig til að hugsa "úllala!" og falleg undirföt setja punktinn yfir i-ið. Ég vildi óska að ég gæti keypt mér allt á þessum lista en ætli ég fari ekki fyrst inn í fataskáp og athugi hvort þar leynist mögulega eitthvað sem má nota í staðinn. Ef ég yrði að velja einn hlut af listanum sem ég mætti kaupa þá yrði það pottþétt Topshop loðkragapeysan, hún er bara of falleg.

****

I always find fall and winter outfits far more sexy than summer outfits. Faux leather pants, chunky sweaters, fur collars and spicy perfumes make me go "oh la la!" and beautiful lingerie is a must. I wish I could buy everything on this list but before I go on a crazy shopping spree I guess I'll look through my closet to see if I already have something similar. But if I had to choose only one item on the list I'd go for the Topshop Coatigan, it's just too pretty.

Stutt frí - A Weekend off


Það er fátt sem hressir mig jafn vel við og að fara í smá frí heim í sveitina og síðasta ferð var afskaplega ljúf. Ég lék við köttinn minn hann Mosa, slappaði af með fjölskyldunni, fór út að borða á Strikið inn á Akureyri og vakti fram á nótt í kjaftagangi með mömmu.

****

There is nothing like taking a weekend off and visit my hometown back north and our last trip was wonderful. I played with my cat Mosi, relaxed with my family, went out for a dinner at Strikið in Akureyri and stayed up all night talking to my mother.


Það var að sjálfsögðu bakað smávegis en í þetta skiptið gerðum við litlar jólasmákökur með marengs sem langaamma mín gerði allatf fyrir jólin í gamla daga. Aðferðin er örlítið vandasöm og mér fannst nauðsynlegt að fá hjálp frá mömmu í fyrsta skiptið sem ég bakaði þær. Þær heppnuðust svona líka frábærlega og hver veit nema ég reyni við þær aftur þegar ég er komin suður.

****

I of course had to bake something and this time I made these delicate little Christmas cookies with meringue my great grandmother used to make. They are a bit tricky so my mum had to give me a little help as I've never made them before. They turned out great and I might be tempted to make them on my own when I'm back in Reykjavík.

Tuesday, November 5, 2013

Svartur köttur og blettatígurskápa - Black Cat and a Cheetah Coat









Kápa: gömul, skór Zara, buxur: Dorothy Perkins, skyrta, svipuð hér: Vila, hálsfesti: gömul  // Coat: vintage, shoes: Zara, pants: Dorothy Perkins, shirt, similar here: Vila, necklace: old.

Við fórum heim til Akureyrar síðustu helgi og nutum þess að vera í snjó og fallegu veðri, borða góðan mat, hitta ættingja og vini og slappa af við arininn heima í sveitinni. Mér fannst tilvalið tækifæri að smella af nokkrum myndum þar sem vetrarsólin skein skært og gaman að fá smá sjó í bakgrunninn. 

Þessi blettatígurskápa varð mín eftir að ég hafði skannað Ebay lengi vel kvöld eitt fyrir nokkrum árum. Og hún kostaði mig ekki nema níu dollara; stundum ratar maður á eitthvað stórkostlegt á Ebay ef þolinmæðin er fyrir hendi. Ég var svo að róta í geymslunni fyrir nokkrum dögum þegar ég gróf hana upp úr "vetrarflíkur" kassanum, gjörsamlega búin að gleyma henni. Ég elska þegar það gerist, að finna aftur flík sem ég elska en hef ekki notað í einhvern tíma, það er bara eins og að eignast eitthvað nýtt! Hún var sett í notkun með það sama og kemur til með að verða notuð mikið í vetur. Hún er hlý og geggjað kúl, get ég beðið um meira? Og já, kötturinn okkar hann Mosi fékk að laumast með í myndatökuna enda myndast hann með eindæmum vel ;)

****

Last week we went to our hometown, Akureyri, and enjoyed being in the snow, eating great food, meeting family and friends and relaxing in front of the fireplace at my parents home. The weather was beautiful, sunny and still, and it was the perfect opportunity to take some outfit pictures.

This Cheetah coat became mine after a night long search on Ebay few years ago. And it only costed nine dollars; it does pay off to be patient while browsing on Ebay because you might end up with a gem like this one. And last week I was going through my storage room and found the coat buried under some boxes. I was thrilled to find it as I had completely forgotten about it! I love when this happens, to forget about something I love and then find it again, it's just like getting a new piece of clothing :) The coat went straight from the storage room to my closet and I will be using it a lot this winter. It's warm and chic, what more can I ask for? Oh, and our cat Mosi just had to be in one of the pictures as he is very photogenic ;)