Wednesday, November 6, 2013

Stutt frí - A Weekend off


Það er fátt sem hressir mig jafn vel við og að fara í smá frí heim í sveitina og síðasta ferð var afskaplega ljúf. Ég lék við köttinn minn hann Mosa, slappaði af með fjölskyldunni, fór út að borða á Strikið inn á Akureyri og vakti fram á nótt í kjaftagangi með mömmu.

****

There is nothing like taking a weekend off and visit my hometown back north and our last trip was wonderful. I played with my cat Mosi, relaxed with my family, went out for a dinner at Strikið in Akureyri and stayed up all night talking to my mother.


Það var að sjálfsögðu bakað smávegis en í þetta skiptið gerðum við litlar jólasmákökur með marengs sem langaamma mín gerði allatf fyrir jólin í gamla daga. Aðferðin er örlítið vandasöm og mér fannst nauðsynlegt að fá hjálp frá mömmu í fyrsta skiptið sem ég bakaði þær. Þær heppnuðust svona líka frábærlega og hver veit nema ég reyni við þær aftur þegar ég er komin suður.

****

I of course had to bake something and this time I made these delicate little Christmas cookies with meringue my great grandmother used to make. They are a bit tricky so my mum had to give me a little help as I've never made them before. They turned out great and I might be tempted to make them on my own when I'm back in Reykjavík.

No comments :

Post a Comment