Peysa: gömul, skyrta: gömul, buxur: Dorothy Perkins, skór: Zara, taska: gömul, sólgleraugu: Tiger // Sweater: old, shirt: old, pants: Dorothy Perkins, shoes: Zara, bag: vintage, sunglasses: Tiger |
Ég elska þessar köflóttu buxur. Ég elskaði þær reyndar ekki fyrst þegar ég sá þær hanga í Dorothy Perkins dag einn þegar ég mætti til vinnu. Mér fundust þær eiginlega alveg æðislega ljótar. En það er oft þannig með með mig að ef ég sé einhverja flík sem vekur sterk neikvæð viðbrög hjá mér, þá fer það þannig á endanum að ég verð bara að máta hana. Rétt að tékka á því hvort að hún sé í rauninni svona ljót. Og svo búmm, ég bara búin að kaupa flíkina. Það er greinilega stutt á milli ástar og haturs hvað föt varðar hjá mér. Sem er reyndar bara skemmtilegt því það er alltaf gaman að koma sjálfri mér á óvart og víkka sjóndeildarhringinn tískulega séð.
Alla vega, buxurnar urðu mínar og ég er búin að ganga nokkuð oft í þeim því þær eru ekki bara töff heldur líka alveg ótrúlega þægilegar. Svo þægilegar að ég hef verið að læðupúkast í þeim heima við þegar ég er að læra þó ég eigi spes "lærdómsbuxur" sem eiga að notast í slíkt.
Í þetta skiptið ákvað ég að para þær með hvítri skyrtu og rauðu æðislega hlýju peysunni sem mamma gaf mér og mér fannst það koma svona líka flott út. Ætli ég eigi ekki eftir að nota buxurnar saman við hverja einustu þykku peysu sem ég á í skápnum þar til það verður of hlýtt til þess, svo hrifin var ég af þessari þægilegu samsetningu.
****
I love these chequered pants. It wasn't love at first sight though. When I saw them hanging in Dorothy Perkins when I came to work one day I immediately hated them. That happens to me quite a lot; I see something I have a strong, negative reaction too but try it on anyway (just to make sure it really is that ugly), and then boom! I've bought it! There clearly is a thin line between love and hate when it comes to clothes and me. But that's fun, I'm always exited to expand my fashion horizon
Anyway, these pants are mine now and I have worn them quite often because they are not just cool but extremely comfortable too. I even wear them whilst studying although I have a strict rule about not wearing "better" clothes when I do that. I can be a bit messy when I'm eating at my desk/lying on the sofa reading and drinking tea...
I decided to wear the pants with a white shirt and a big, cosy sweater since it was really cold that day. From now on I'll be wearing them with every single chunky sweater I own in my closet because I liked this outfit so much.
No comments :
Post a Comment