Sunday, September 15, 2013

Haust


Ég elska árstíðarskipti. Þau hafa hvert sinn sjarma og ég er ekki ein af þeim sem þolir illa kulda og snjó, þvert á móti. Þegar sumarið er að verða búið og farið að dimma verulega á kvöldin þá kem ég mér í ákveðinn gír, bæði á heimilinu og hjá sjálfri mér. Það fyrsta sem gerist er að íbúðin fyllist af kertum og allskonar ljósum - það er fátt huggulegra en að sitja upp í sófa með góða bók og te og slappa af í ljúfri rökkurbirtunni. Einnig verð ég alveg gríðarlega spennt fyrir því að færa mig yfir í hausttískuna, þar sem ég elska þykkar peysur, fallegar kápur og trefla og alla fallegu litina sem koma með lækkandi sól. Leður, feldir, djúpir vetrarlitir, pallíettur og "hlýjir" ilmir er það sem ég tengi hausttískuna við og ég get varla beðið eftir að fara setja saman flíkur sem mér finnast vera haustlegar. Á næstunni kem ég til með að blaðra um ýmislegt tengt þessu tímabili svo verið viðbúin, haustið er komið í Lindu!





2 comments :

  1. ohhh ég elska líka haustin, tók einmitt haust hringin hérna í húsinu um daginn. setti upp seríur og potaði niður kertum alls staðar :)

    kv Ásta Júlía

    ReplyDelete
  2. Ætla að taka myndir bráðlega af öllum herlegheitunum og setja inn, ég bara fæ ekki nóg af fallegum ljósum :)

    ReplyDelete