Tuesday, September 17, 2013

Innblástur

Stundum finnst mér fátt skemmtilegra en að dunda mér við að skoða myndir til að fá hugmyndir og innblástur. Ég þarf ekkert endilega að eignast allt sem ég skoða, þetta snýst ekki um það, heldur frekar að safna saman fallegum myndum sem heilla á einhvern hátt og nota þær til að hvetja mig í að prófa eitthvað nýtt, nú eða til að minna mig á allt þetta fallega sem ég á inni í skáp/ofan í skúffu sem hægt væri að nota öðruvísi en ég hef gert áður. Það er merkilegt hvað ein mynd getur opnað fyrir minningarnar um eitthvað sem ég hef upplifað, lesið eða hugsað og ég er gjörsamlega heilluð af því að fanga þessar minningar, sama hvort ég tek (teikna, mála...) myndina sjálf eða ekki. Litir, áferð og uppsetning kveikja á hugmyndafluginu, hvort sem ég nýti það fyrir útlitið eða þegar ég mála, tek myndir, elda eða sauma. Ef ég væri ekki hundveik í augnablikinu þá léti ég ekki rokið stoppa mig og drifi mig út að taka myndir, en það verður að bíða þar til ég kemst á lappir aftur. Ég kem til með að setja inn svona "innblásturs" myndir öðru hvoru sem einskonar "nammidagur" fyrir augun! Þessi myndaröð er augljóslega tileinkuð haustinu, eins og kemur til með að vera þema áfram hjá mér.



No comments :

Post a Comment