Wednesday, January 29, 2014

Súkkulaði og kaffi fyrir æfingu


Suma morgna langar mig ekki í neitt mikið - venjulega get ég troðið í mig eins og hestur en einstaka sinnum hef ég takmarkaða lyst og þá fæ ég mér próteinsjeik eða einhverskonar boost. Ég get aldrei sleppt alveg að fá mér morgunmat því þá væri ég orðin verulega úrill þegar að hádeginu kæmi. Og þá meina ég verulega... Og þegar það eru átök framundan í ræktinni þá veitir ekki af smá orkuskoti á undan. Þessi súkkulaðisjeik með kaffi og sukrin er æði fyrir það, ég verð hæfilega södd og kaffið gefur mér kikk (segir manneskjan sem drekkur ekki kaffi og fengi sennilegast hjartaáfall ef hún kláraði heilan bolla). En alla vega, hér er smá hugmynd að morgunhressingu, eða bara fyrir hvaða tíma dags sem er, nema kannski rétt fyrir háttatíma :)

Súkkulaði og kaffisjeik

Góður slatti af klökum
200-300 ml. af fjörmjólk
súkkulaðiprótein (magn fer eftir mismunandi tegundum af próteini, oftast 1-2 skeiðar sem fylgja dunknum)
1 msk. sukrin flormelis - best að smakka til hérna, sumir vilja sætara en aðrir
smá slatti af uppáhelltu kaffi, aftur það sama hér, best að smakka til

Svo bara skella þessu í blandara og setja hann á fullt svo bara njóta!

No comments :

Post a Comment