Mér þykir mjög gaman að kíkja á kjólana sem leikkonurnar klæðast á hinum ýmsu viðburðum og á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fór fram þann 12. janúar síðastliðinn þá voru stjörnurnar í sínu fínasta pússi. Reyndar finnst mér oftar vera vinsælla að reyna að skarta sem frumlegasta kjólnum, sem tekst misvel upp að mínu mati en stundum heppnast það alveg ótrúlega vel. Þetta árið fannst mér frekar lítið um virkilega fallega kjóla, margir voru þokkalegir og enn fleiri óháhugaverðir eða bara hreinlega ljótir (að mínu mati vitanlega). En sú sem stóð upp úr þetta árið var Emma Watson og hún var ekkert bara best þetta árið, heldur var kjóllinn/buxnasamsetningin sem hún klæddist ein sú fallegasta sem ég hef séð lengi. Hann er akkúrat svona hæfileg blanda af nýju og klassísku og sýnir smá hold á smekklegan hátt. Allt við þetta útlit Emmu heillar mig, kjólinn og þetta glæsilega snið, liturinn á honum og buxunum undir og svo eru skórnir æðislegir. Hárið er látlaust og passar vel við kjólinn þar sem það tekur ekki athyglina frá honum. Eins er með förðunina, hún er smekkleg en áhrifamikil. Annars þykir mér Emma alltaf vera falleg og flott svo það er kannski ekki að undra að ég skyldi verða hrifin af því sem hún klæddist.
Fyrir utan Emmu voru nokkrar sem að mínu mati báru af og ég verð að viðurkenna að ég var í nokkuð klassískum gír í ár þegar ég skoða það sem ég valdi úr hópnu. Hér fyrir neðan má sjá kjólana sem ég valdi í hóp þeirra bestu.
|
Emma Watson í Dior |
|
Lupita Nyong'o í glæsilegum Ralph Lauren kjól |
|
Sofia Vergara í klassískum svörtum kjól frá Zac Posen og með skart frá Lorraine Schwartz |
|
Helen Mirren er alltaf glæsileg og hér er hún í fallega grænum kjól frá Jenny Packham - hver trúir því að hún sé orðin 68 ára gömuk?? |
|
Drew Barrymore var yndisleg í kjól sem klæddi bumbuna vel. Kjóllinn er frá Monique Lhuillier |
|
Sarah Hyland var klædd í þennan bleika kjól frá Georges Hobeika |
|
Taylor Swift í Carolina Herrara kjól - það er eins með Taylor Swift og Emmu Watson, hún er alltaf glæsilega klædd og fallega förðuð |
|
Mila Kunis var sæt að vanda í Gucci Premiere kjól |
|
Mér fannst þessi kjóll sem Caitlin Fitzgerald klæddist vera skemmtilega klikkaður - fallega blár og glaðlegur og öðruvísi. Kjóllinn er frá Emilia Wickstead. |
|
Rachel Smith var í fallegum ljósbleikum kjól frá Nicole Miller |
|
Ariel Winter í klassískum kjól frá Mikael D. |
these are some pretty stunning ladies with amazing gowns there, i really love emma watsons dress - that open back is totally unexpected!
ReplyDeleteCheck out my latest outfit post featuring Scuba Bomber jacket! :)
AL xx
RASSP blog