Monday, January 20, 2014

Uppáhald vikunnar


Eins og þeir vita sem lesa bloggið mitt þá er bleikur í sérstöku uppáhaldi hjá mér og þá sérstakega pastel bleikur. Núna þegar jólin eru búin og sólin aftur farin að hækka á lofti þá er ég tilbúin að kveðja glimmerið og dökka liti og skella á mig ljósbleiku naglalakki og hlakka til þess sem ég ætla að gera þegar fer að vora. Ég veit ég er snemma í því en svona er þetta hjá mér, ég fer alltaf að hlakka til sumarsins í janúar! Þessi mynd er því uppáhald þessarar viku - lakkið, hringarnir og sumarfílingurinn tikka öll boxin og ég er komin í skap fyrir bleikar neglur :)

No comments :

Post a Comment