Wednesday, January 29, 2014

Súkkulaði og kaffi fyrir æfingu


Suma morgna langar mig ekki í neitt mikið - venjulega get ég troðið í mig eins og hestur en einstaka sinnum hef ég takmarkaða lyst og þá fæ ég mér próteinsjeik eða einhverskonar boost. Ég get aldrei sleppt alveg að fá mér morgunmat því þá væri ég orðin verulega úrill þegar að hádeginu kæmi. Og þá meina ég verulega... Og þegar það eru átök framundan í ræktinni þá veitir ekki af smá orkuskoti á undan. Þessi súkkulaðisjeik með kaffi og sukrin er æði fyrir það, ég verð hæfilega södd og kaffið gefur mér kikk (segir manneskjan sem drekkur ekki kaffi og fengi sennilegast hjartaáfall ef hún kláraði heilan bolla). En alla vega, hér er smá hugmynd að morgunhressingu, eða bara fyrir hvaða tíma dags sem er, nema kannski rétt fyrir háttatíma :)

Súkkulaði og kaffisjeik

Góður slatti af klökum
200-300 ml. af fjörmjólk
súkkulaðiprótein (magn fer eftir mismunandi tegundum af próteini, oftast 1-2 skeiðar sem fylgja dunknum)
1 msk. sukrin flormelis - best að smakka til hérna, sumir vilja sætara en aðrir
smá slatti af uppáhelltu kaffi, aftur það sama hér, best að smakka til

Svo bara skella þessu í blandara og setja hann á fullt svo bara njóta!

Monday, January 27, 2014

2014

Ég veit að flestir eru fyrir löngu búnir að strengja áramótaheit og jafnvel gleyma þeim aftur en ég er venjulega ekkert að stressa mig á tímarömmum. Ég hef í raun aldrei strengt áramótaheit. Hins vegar þá nota ég upphaf ársins til að skrifa niður nokkur af þeim markmiðum sem mig langar til að vinna að á nýju ári. Síðastliðin ár hef ég skrifað þau niður á blað einhverntíman í janúar, rammað inn og sett á snyrtiborðið mitt því þar sé ég þau daglega. Þessi markmið eiga að hafa þann tilgang að minna á mig á allt það sem mig langar að bæta hjá sjálfri mér án þess að setja neina dagsetningu á þau - ég skrifa ekki að ég ætli að missa 10 kg. fyrir maí eða neitt svoleiðis, ef ég ætlaði að setja mér það markmið að léttast þá skrifa ég frekar að ég ætli að vera dugleg að hreyfa mig og borða hollt. Það fylgir því minni pressa og snýst um ferlið að því að léttast, ekki bara endamarkmiðið. Og þegar ég snyrti mig á morgnana blasa þessi markmið mín við mér sem gerir mér auðveldara að muna þau og fara eftir þeim.




Sunday, January 26, 2014

Nostalgía vikunnar


Þessi fallega mynd af Tatjönu Patitz, sem birtist í bresku útgáfunni af Vogue í maí 1993, er nostalgíumynd vikunnar hjá mér. Ég elska allt við hana - fötin, sólarlagið og eyðimörkina og ég hlakka til þegar sumarið færist nær og ég fer að rífa upp allt létta og ljósa sem ég á inni í skáp. Ég er mikil skyrtumanneskja og það verður æði þegar veðrið verður orðið nógu gott til að vera bara í fallegri skyrtu, gallabuxum og hælum í kvöldsólinni á leiðinni út að borða eða að skemmta mér í góðra vina hópi.

Wednesday, January 22, 2014

Holl súkkulaðikaka


Jæja, þá er ég loksins farin að setja inn uppskriftir, það er búið að vera á planinu lengi en ég nenni svo aldrei þegar á reynir að taka myndir á meðan ég elda eða baka. Samt geri ég mikið af bæði. En alla vega, hér er sú fyrsta en því miður er bara ein mynd og engin af ferlinu sjálfu því að myndirnar voru bara ekki alveg nógu góðar - ég þarf að skoða eitthvað lýsinguna í eldhúsinu áður en ég held áfram í þessum pakkanum. En já, aftur að kökunni. Ég hef verið núna í einhvern tíma að sanka að mér uppskriftum i hollari kantinum svo það smellpassi við ræktarmætingarnar og þar sem ég er æðislegur sælkeri þá enda ég ansi oft á að skoða eftirrétti í hollum búning. Þessi kaka er afrakstur af langri yfirlegu á netinu og hún er bara samtíningur héðan og þaðan sem ég setti síðan saman í samræmi við það sem mér fannst gott. Og kakan er virkilega góð miðað við að í þessu fati eru 1500 hitaeiningar en 4200 hitaeiningar í sama fati af franskri súkkulaðiköku sem ég geri þegar ég vil hafa hana feita og fína. Svo maður sparar talsvert við sig með þessari og hún er fullkomin í millimál eða í kvöldsnarl. Og hér kemur kakan:

Innihaldsefni

1 heilt egg + 2 eggjahvítur
1 meðalstórt vel þroskað avocado
120 gr. heilhveiti
50 gr. sykurlaust kakó
80 ml. vatn
1 msk. vanilludropar
180 gr. vanilluskyr
3-4 msk. Sukrin Gold
3 msk. hunang
3 msk. dökkir súkkulaðidropar

Ég vil taka það fram að það er nauðsynlegt að avocadoið sé vel þroskað - ég keypti svoleiðis í Nóatúni, sérpakkað og merkt "þroskað" og ég lét það meira að segja bíða í einn dag í viðbót. Það þarf að vera grautlint, bara svona til að hafa það á hreinu. En þegar þú ert komin með avocado á síðasta snúning, þá ertu tilbúin í kökubakstur. 

  • Fyrsta á að stilla ofninn á 180°. 
  • Síðan setja eggin, hvíturnar og avocadoið saman í skál og hræra með hrærivél saman þar til það verður að grænu kremi. 
  • Næst á að bæta heilhveitinu við, hægt og rólega og leyfa því að blandast vel við græna kremið. 
  • Hella síðan vatninu saman við þannig að blandan verði aftur fljótandi. 
  • Þegar degið er orðið lint af vatninu þá á að bæta kakóinu við, vanilludropunum, skyrinu, sukrin gold og svo hunanginu. Svo bara hræra vel saman þar til allt er fallega blandað saman. 
  • Þá er bara að ná í eldfast mót (þykktin á kökunni fer eftir stærð fatsins, því stærra sem fatið er, því þynnri verður kakan vitanlega, svo það er persónubundið hvað hver og einn vill hafa stórt fat), spreyja Pam-i vel í og hella svo deginu og jafna vel í öll hornin. 
  • Þegar degið er komið í fatið þá fara súkkulaðidroparnir jafnt ofan á og svo bara skella í ofninn. Ég baka kökuna í mínum ofni í 30 mín. en það er misjafnt eftir ofnum hversu langan tíma þarf, svo best er að athuga reglulega hvað er að gerast eftir fyrstu 20 mínúturnar. 
  • Hún er síðan tilbúin þegar gaffli er stungið í miðjuna og hann kemur hreinn upp.
Mér finnst kakan best eftir næturlegu í ísskápnum, þá er hún smá klesst og hugguleg. Síðan sker ég hana í 8 bita, set í box og á tilbúið sætabrauð þegar ég þarf eitthvað sætt. Í einum bita eru um 200 hitaeingar þannig að hann hentar vel í millimál eða í smávegis eftirmat. Svo bara að njóta!








Monday, January 20, 2014

Uppáhald vikunnar


Eins og þeir vita sem lesa bloggið mitt þá er bleikur í sérstöku uppáhaldi hjá mér og þá sérstakega pastel bleikur. Núna þegar jólin eru búin og sólin aftur farin að hækka á lofti þá er ég tilbúin að kveðja glimmerið og dökka liti og skella á mig ljósbleiku naglalakki og hlakka til þess sem ég ætla að gera þegar fer að vora. Ég veit ég er snemma í því en svona er þetta hjá mér, ég fer alltaf að hlakka til sumarsins í janúar! Þessi mynd er því uppáhald þessarar viku - lakkið, hringarnir og sumarfílingurinn tikka öll boxin og ég er komin í skap fyrir bleikar neglur :)

Wednesday, January 15, 2014

Kalt úti - It's cold outside


Húfa: Topshop (gömul), úlpa: Next (gömul), peysa: Spúútnik markaðurinn, leggings: Imperial Akureyri, Skór: Sparkz Kringlunni // Hat: Topshop (old), coat: Next (old), Sweater: Spúttnik outlet store, leggings: Imperial, Akureyri, shoes: Sparkz, Kringlunni

Þó það sé farið að birta aftur þá er veturinn svo sannarlega ekkert búinn og nauðsynlegt að klæða sig í samræmi við það. Þess vegna nýttum við tækifærið þegar sáum hvað kvöldið ætlaði að verða bjart og fallegt og fórum út og tókum nokkrar myndir af hversdags hlýjum fötum. Ég fór í uppáhalds peysuna mína - ég fann hana á 3000 kr. á Spúútnik markaðnum á Laugaveginum í haust og ég get svo svarið það, það voru ein bestu kaup sem ég hef gert lengi því ég er alltaf í henni. Og svo er ég með æði fyrir köflóttu í augnablikinu (eitthvað sem hefur aldrei gerst áður hjá mér) og ég varð ekkert smá glöð þegar ég rakst á þessar leggings þegar ég var síðast fyrir norðan á 60% afslætti. Þar sem þær kostuðu ekki nema 3990 kr. til að byrja með og því endaði ég á að borga um 1500 kr. fyrir þær svo peysan og buxurnar sem ég er í kosta samtals 4500 kr. Ekki slæmt fyrir þá sem eru í skóla!

****

Even though the sun has made an appearance, it's still far from summertime. So dressing in something warm is a must. And when we saw how lovely the weather war turning out to be in the afternoon we rushed outside to take some everyday outfit pictures and watch the sunset. I wore my favourite sweater - I found it in Spúútnik (Icelandic vintage store) last fall and it has to be one of the best buys this year. I love this sweater so much and I'm always wearing it, it's warm and gorgeous! And for the first time in my life I'm craving plaid, so when I saw these fabulous leggings at 60% off of course I had to have them - not a bad deal for those still in school!












Tuesday, January 14, 2014

Golden Globes kjólarnir 2014

Mér þykir mjög gaman að kíkja á kjólana sem leikkonurnar klæðast á hinum ýmsu viðburðum og á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fór fram þann 12. janúar síðastliðinn þá voru stjörnurnar í sínu fínasta pússi. Reyndar finnst mér oftar vera vinsælla að reyna að skarta sem frumlegasta kjólnum, sem tekst misvel upp að mínu mati en stundum heppnast það alveg ótrúlega vel. Þetta árið fannst mér frekar lítið um virkilega fallega kjóla, margir voru þokkalegir og enn fleiri óháhugaverðir eða bara hreinlega ljótir (að mínu mati vitanlega). En sú sem stóð upp úr þetta árið var Emma Watson og hún var ekkert bara best þetta árið, heldur var kjóllinn/buxnasamsetningin sem hún klæddist ein sú fallegasta sem ég hef séð lengi. Hann er akkúrat svona hæfileg blanda af nýju og klassísku og sýnir smá hold á smekklegan hátt. Allt við þetta útlit Emmu heillar mig, kjólinn og þetta glæsilega snið, liturinn á honum og buxunum undir og svo eru skórnir æðislegir. Hárið er látlaust og passar vel við kjólinn þar sem það tekur ekki athyglina frá honum. Eins er með förðunina, hún er smekkleg en áhrifamikil. Annars þykir mér Emma alltaf vera falleg og flott svo það er kannski ekki að undra að ég skyldi verða hrifin af því sem hún klæddist.

Fyrir utan Emmu voru nokkrar sem að mínu mati báru af og ég verð að viðurkenna að ég var í nokkuð klassískum gír í ár þegar ég skoða það sem ég valdi úr hópnu. Hér fyrir neðan má sjá kjólana sem ég valdi í hóp þeirra bestu.

Emma Watson í Dior




Lupita Nyong'o í glæsilegum Ralph Lauren kjól

Sofia Vergara í klassískum svörtum kjól frá Zac Posen og með skart frá Lorraine Schwartz

Helen Mirren er alltaf glæsileg og hér er hún í fallega grænum kjól frá Jenny Packham - hver trúir því að hún sé orðin 68 ára gömuk??

Drew Barrymore var yndisleg í kjól sem klæddi bumbuna vel. Kjóllinn er frá Monique Lhuillier

Sarah Hyland var  klædd í þennan bleika kjól frá Georges Hobeika

Taylor Swift í Carolina Herrara kjól - það er eins með Taylor Swift og Emmu Watson, hún er alltaf glæsilega klædd og fallega förðuð


Mila Kunis var sæt að vanda í Gucci Premiere kjól

Mér fannst þessi kjóll sem Caitlin Fitzgerald klæddist vera skemmtilega klikkaður - fallega blár og glaðlegur og öðruvísi. Kjóllinn er frá Emilia Wickstead.

Rachel Smith var í fallegum ljósbleikum kjól frá Nicole Miller

Ariel Winter í klassískum kjól frá Mikael D.




Monday, January 13, 2014

Mætt aftur - Back again

Jæja, þá er ég loksins farin að blogga aftur. Ég dó ekki neitt en ég tók mér hins vegar laaanga pásu yfir jólin frá eiginlega öllu tæknitengdu. Ég lét tölvuna að mestu í friði (stundum liðu nokkrir dagar á milli þess sem ég skoðaði facebook og það er mikið hjá mér!), myndavélin fékk að liggja í töskunni ósnert að mestu og ég opnaði ekki tölvupóstinn minn. Það var mjög ljúft að bara slappa aðeins af og kveikja ekki á neinu. Við fórum til Akureyrar um jólin og höfðum það huggulegt í vonda veðrinu - vorum veðurteppt inni í þrjá daga í sveitinni og ég var í náttfötum allan tímann. Fjölskyldan gerði lítið annað en að horfa á myndir, borða, lesa og spila og við mamma nýttum tímann í að taka upp snið og undirbúa saumaskap á nýju ári. Ég skal sýna afraksturinn hérna ef vel tekst upp. Annars langar mig bara að deila með ykkur í þessu fyrsta bloggi á árinu nokkrum myndum sem mér þykja skemmtilegar og summa upp haustið og jólin hjá mér nokkuð vel. Núna fer bloggið aftur í gang af fullum krafti og fullt af skemmtilegu framundan!

****

I'm finally back. I didn't die or anything but I did take a looong brake from anything tech-related during my holdidays in Akureyri. I hardly opened my computer, there was sometimes no facebook for days (unusual for me and my facebook addiction!), my camera was hardly touched and I didn't even check my emails. It was lovely to just shut down and be with my family without the constant noise of social media. The weather was bad and we were weather bound at my parents house in the country outside of Akureyri for three days. We didn't mind it - if you live in Iceland, especially in the countryside, you get used to pretty harsh winters and heavy snow and I happen to love it - and during these three days I wore pyjamas the whole time. We ate, slept, watched movies, read, and played cards, and I managed to make a new sewing pattern with my mother. If the end result of that pattern is good, I will show it here. In this first blogpost of the year I want to share with you some of my favourite outfit pictures that didn't find their way into the blog the first time, and some holiday stuff as well. Enjoy!

Að koma mér í gírinn fyrir myndatöku með smá hoppum; að berjast við að fá köttinn til að vera kyrr, og að plana átfitt fyrir myndatöku // Getting ready for a photoshoot by doing some big jumps; struggling to get my cat to stay still, and planing an outfit

Fótabúnaður minn bróðurpartinn af jólunum // My favourite shoes during the holidays

Elsku mamma saumaði þennan handa mér áður en ég kom heim og hann bara hékk uppi, tilbúin til að vera í á aðfangadag // My mother made this dress for me, I felt like a princess on Christmas day!

Mamma sem var svo elskuleg að bregða sér í kraftgallann til að taka af mér myndir í hörkufrosti // My lovely mother with my cat, dressed up in winter gear to take pictures for my blog


Plana föt í tösku svo hægt verði að taka myndir í fríinu til að setja á bloggið // Outfit planning before a vacation

Besta myndin í bænum, varð að fá að vera með // The best picture of me so far - I have no idea of what was going on there!

Dýrin sem orðið hafa á vegi okkar þegar við erum að taka myndir - hundar, gæsir og kettir alls staðar // The animals we've come across while taking pictures

Tónleikar í Hörpu fyrir jólin, Emílíana Torrini stóð algjörlega fyrir sínu // Emiliana Torrini concert before Christmas 


Ég og yngsta systir mín að fara út á gamlárs, köldið varð eitt það skemmtilgasta á árinu! // Me and my youngest sister going out on New Years - turned out to be one of the best nights out the whole year!

Akureyri er svo falleg um jólin, ég gat endalaust skoðað allar fallegu skreytingarnar sem voru út um allan bæ // My hometown, Akureyri, always looks so beautiful around Christmas. I could spend hours walking around and enjoying the lights.