Aðdáun mín ilmum hverskonar á sér langa sögu. Síðan ég var krakki hef ég verið heilluð af lykt, allt frá lyktinni í eldhúsinu þegar eitthvað bragðgott var í vinnslu og yfir í yndislegu blautu graslyktina sem ég fann þegar ég labbaði yfir túnin í sveitinni á sumarkvöldum. Ég byrjaði líka snemma að fikta í ilmvötunum - aðrir unglingar fiktuðu við reykingar og drykkju, ég fiktaði við ilmvötn. Fyrsta ilmvatnið sem ég keypti var reyndar allt önnur tegund en ég ætlaði mér eignast - ég hélt ég væri að kaupa CK One sem ALLAR stelpurnar í bekknum vildu eiga en þar sem flöskunar voru svipaðar í útliti og ég ný í lyktarbransanum þá endaði ég á að kaup ilmvatn sem heitr X Large frá Etienne Aigner og var fyrir bæði kynin. Í stuttu máli þá lyktaði það eins og allt það sem mér mislíkar í fari ilmvatna. Það var stingandi í nefið og minnti sápu og ég var svo svekkt þegar ég fattaði að ég hafði keypt vitlaust ilmvatn. Og þar sem ég var búin að opna það og nota var ekki hægt að skipta. Ég notaði það nú samt, ég átti enga peninga til að kaupa nýtt og spreyjaði því á mig miskunarlaust áður en ég fór í skólann næsta árið. Það var mikil gleði þegar ég fékk fyrstu launin mín í sumarvinnunni árið eftir og ég gat bætt úr þessu agalega ástandi. Síðan þá hef ég vandað valið.
Mörgum árum seinna hefur ilmvatnsástin ekkert minnkað og að öllu jöfnu þá er ég hrifnust af krydduðum ilmum í bland við ávexti og stöku blóm. Hreinir blómailmir valda mér ógleði og hausverk og held mig fjarri þeim. Sheer Beauty frá Calvin Klein er ekki minn hefðbundni ilmur. Hann er mjög skarpur en ég vil helst hafa ilmina mína mjúka en það var eitthvað við þennan sem heillaði mig þegar ég prófaði að spreyja honum á mig í Hagkaup. Í grunninn er musk, sandaviður og vanilla (ég elska vanillu). Miðnóturnar eru jasmín, lilja og bóndarós og toppnóturnar eru bergamot, rauð ber og Bellini, sem er ítalskur kokteill fyrir þá sem ekki vita. Lyktin er fersk og skörp en mildist eftir nokkra stund og það er þá sem mér finnst hún verða góð. Endingin er ekki stórkostleg, sérstaklega ekki ef ilminum er spreyjað bara á húðina, þá erum við kannski að tala um tvo tíma en ég spreyja venjulega á fötin mín og þannig endist hún lengur.
Stuttu eftir að ég keypti Sheer Beauty þá fór hann að fara í taugarnar á mér - fannst hann stinga of mikið í nefið og bara passa mér engan veginn. Ég held reyndar að ég hafi áttað mig á hvers vegna það er, þetta er svona ferskur sumarilmur sem minnir á grasið og sólina en eins og ég þarf væntanlega ekki að taka fram að þá hefur verið lítið um svoleiðis lúxus hérlendis undanfarið. Ég hef verið að teygja mig í kryddaðri ilmi sem henta dimmum kvöldum og að ilma eins og sumardagur í sveitinni hefur bara passað veðráttunni illa. Ég sé alveg fyrir mér að ég eigi eftir að klára flöskuna í sumar þegar ég klæði mig í léttari fatnað og labba um á tásunum í grasinu. Þessi ilmur hentar öllum þeim sem eru til í létta og ferska ilmi með síðum kjólum og sandölum þegar sólin skín. Og já, flaskan er svo falleg að ég gæti grátið. Það er bara svoleiðis.
Sheer Beauty kom út árið 2010, fæst í meðal annars í Hagkaup og þar kostar 30 ml. flaskan rétt um 8000 kr.
Mörgum árum seinna hefur ilmvatnsástin ekkert minnkað og að öllu jöfnu þá er ég hrifnust af krydduðum ilmum í bland við ávexti og stöku blóm. Hreinir blómailmir valda mér ógleði og hausverk og held mig fjarri þeim. Sheer Beauty frá Calvin Klein er ekki minn hefðbundni ilmur. Hann er mjög skarpur en ég vil helst hafa ilmina mína mjúka en það var eitthvað við þennan sem heillaði mig þegar ég prófaði að spreyja honum á mig í Hagkaup. Í grunninn er musk, sandaviður og vanilla (ég elska vanillu). Miðnóturnar eru jasmín, lilja og bóndarós og toppnóturnar eru bergamot, rauð ber og Bellini, sem er ítalskur kokteill fyrir þá sem ekki vita. Lyktin er fersk og skörp en mildist eftir nokkra stund og það er þá sem mér finnst hún verða góð. Endingin er ekki stórkostleg, sérstaklega ekki ef ilminum er spreyjað bara á húðina, þá erum við kannski að tala um tvo tíma en ég spreyja venjulega á fötin mín og þannig endist hún lengur.
Stuttu eftir að ég keypti Sheer Beauty þá fór hann að fara í taugarnar á mér - fannst hann stinga of mikið í nefið og bara passa mér engan veginn. Ég held reyndar að ég hafi áttað mig á hvers vegna það er, þetta er svona ferskur sumarilmur sem minnir á grasið og sólina en eins og ég þarf væntanlega ekki að taka fram að þá hefur verið lítið um svoleiðis lúxus hérlendis undanfarið. Ég hef verið að teygja mig í kryddaðri ilmi sem henta dimmum kvöldum og að ilma eins og sumardagur í sveitinni hefur bara passað veðráttunni illa. Ég sé alveg fyrir mér að ég eigi eftir að klára flöskuna í sumar þegar ég klæði mig í léttari fatnað og labba um á tásunum í grasinu. Þessi ilmur hentar öllum þeim sem eru til í létta og ferska ilmi með síðum kjólum og sandölum þegar sólin skín. Og já, flaskan er svo falleg að ég gæti grátið. Það er bara svoleiðis.
Sheer Beauty kom út árið 2010, fæst í meðal annars í Hagkaup og þar kostar 30 ml. flaskan rétt um 8000 kr.
No comments :
Post a Comment