Thursday, March 26, 2015

Trésólgleraugu frá Berki - toppurinn á tilverunni


Ég fékk þessar elskur í afmælisgjöf um daginn - þau eru til sölu í fóu og allar týpurnar eru æði. Ég var samt mest skotin í þessum lit því mér fannst hann passa svo vel við hárlitinn minn. Glerið í þeim er líka gott og veitir góða vörn í sólinni. Held ég. Ég man eiginlega ekki hvernig gott veður virkar ennþá. Augun í mér eru orðin svo vön hagléli, rigningu og roki að þau fara í kross þegar ég svo mikið sem hugsa orðið "sumar". Er ég búin að kvarta nógu mikið yfir veðrinu upp á síðkastið? Ekki? Gott mál, ég á um það bil 12 kg. af veðrakvarti eftir á lager svo það dugir örugglega fram í September þegar veturinn klárast og haustið kemur loksins.


Djók.


Samt ekki.


Allavega. Gleraugun eru fab og ég hef planað að nota þau mikið í snjónum í sumar.


.......kv, bitra gellan.











No comments :

Post a Comment