Tuesday, February 3, 2015

Vetrarsól


Það kom loksins sól! Það fylgdi reyndar engin hitabylgja með henni en það er allt í lagi, það er bara febrúar ennþá. Og það er alveg ótrúlegt hvað meiri sól og birta hefur áhrif á líðanina. Ég er ekki ein af þeim sem glímir við þunglyndi í skammdeginu og hef mikið langlundargeð gagnvart leiðinlegu veðri, en samt, maður verður einhvern veginn léttari á sér þegar sólin skín. Síðustu daga hefur orðið sífellt bjartara og það verður alltaf styttra í það að ég bæði hefji og ljúki vinnudeginum í dagsbirtu, sem er náttúrulega bara stórkostlegt. 

En þar sem það er enn kalt þá þarf að klæða sig í samræmi við það. Enda fór ég í nýju Cintamani húfuna mína sem ég fékk í jólagjöf frá lítilli frænku, skellti á mig ponchoinu úr Zöru sem ég keypti úti á Kanarí í haust og setti á mig kragann minn góða og þá var ég fær í flest. Ég þurfti reyndar að setja á mig Raybaninn líka því sólin var bara nokkuð sterk, svona í rokinu og kuldanum. Þetta er Íslandi í hnotskurn, rok, skítakuldi og skínandi sól, allt í sama pakkanum. Við drifum okkur út og nýttum birtuna til að taka nokkrar myndir áðurn en við skelltum okkur á rjúkandi heita súpuskál til að halda líkamshitanum fyrir ofan "frosin til bana" mörkin. 

Eins og flestir vita sem þekkja mig að þá elska ég bleikan enda fannst mér tilvalið að vera í bleiku með bleiku, jafnvel þó þetta væri sitthvor bleikur. Það passar svo við minn stíl að vera ekki í stíl. Annars ætlaði ég ekki að blaðra meira í bili og leyfa myndunum að eiga mesta plássið!












No comments :

Post a Comment