Það er kannski fullseint að skrifa um haustið núna, kominn nóvember og svona - en ég er samt ekki ennþá farin að upplifa vetur. Höfuðborgarsvæðið hefur að mestu verið laust við snjó og á meðan ég get farið út í hælum og þykkri peysu í staðinn fyrir kuldabomsur og úlpu, þá finnst mér sem sagt enn vera haust. Ég elska haustin og ég er sennilegast eina manneskjan á Íslandi sem hatar ekki vetur og myrkur. Ég elska allar árstíðir á sinn hátt (ég er svo rómantísk sjáið þið til) og tek vetrinum fagnandi með öllum sínum vondu veðrum og myrkri. Enda er það tími kertanna, kúrsins og huggulegheita.
Það er líka annað. Eins og ég hef skrifað um áður þá finnst mér haust/vetrartískan mun skemmtilegri heldur en sumartískan. Ég er ekki mannekjan sem elskar að vera í léttum stramdafatnaði alla daga og finnst fátt skemmtilegra en að klæða mig upp í peyusr, kápur, trefla og þess háttar. Reyndar er það svo að þegar sumarið lætur loksins sjá sig að þá er ég virkilega tilbúin til að klæða mig í í léttar og glaðlegar flíkur, fá freknur og fara í opna skó, svo kannski er bara ekkert að marka þegar ég segist elska eina árstíð frekar en aðra... Jæja, segjum bara það. að mér þykir gaman þegar árstíðaskiptin verða því þá er tækifæri til að hrista aðeins upp í fataskápnum og breyta til.
Og haustið og veturinn bjóða svo sannarlega upp á breytingar í fataskápum sem og í snyrtibuddunni. Ég á það til að liggja yfir Pinterest og þeim bloggum sem mér finnast skemmtileg til að fá hugmyndir og einfaldlega bara til að gleðja augað. Og það er sko ekki lítið úrval sem internetið býður upp á enda er ég búin að pinna eins og vitleysingur á Pinterest síðunni minni og það verður að segjast að þessi yfirlega mín reyndist mér vel, því þegar ég fór til Spánar núna október, þá verslaði ég skynsamlega og sit núna með frábærasta fataskáp sem ég hef nokkurntíman átt. Hann var svo góður að ég ákvað að skrifa bloggfærslu um það að byggja upp hinn fullkomna fataskáp og ég kem til með að birta þá færslu fljótlega. Í þeirri færslu ætla ég að taka mynd af hverri einustu flík til að sýna ykkur hvað þið eigið að kaupa til að eiga hinn fullkomna fataskáp og vera alltaf flott klæddar.
Djók.
En án spaugs. Ég var virkilega ánægð með það sem ég keypti og ástæðan fyrir því að þessi verslunarferð þarna á Spáni heppnaðist svona vel var vegna þess að ég var búin að setja mér nokkrar reglur um það hvernig ég ætlaði að versla. Ég veit að það hljómar kannski fáránlega, en það virkaði svona líka vel og þessar síðustu tvær vikur síðan ég kom heim hef ég hreinlega dansað af gleði þegar kemur að því að velja föt á morgnana. Og ég vil endilega dreifa gleðinni með þeim sem hafa gert sömu mistök og ég áður og setið uppi með heilan helling af flíkum og skóm sem sjaldan eru notaðar og finnst alltaf eins og úttroðni fataskápurinn sé tómur.
En fram að því þá valdi ég nokkrar myndir af pinterest síðunni minni sem eru búnar að veita mér tískulegan innblástur þetta haustið - rautt, pallíettur, berjavaralitir og þykkar peysur hér kem ég!
No comments :
Post a Comment