Sunday, December 1, 2013

Hlébarðakjóll - Leopard dress


Í sumar skrapp ég í Vogue heima á Akureyri til að kaupa tvinna og rakst á þetta æðislega fallega hlébarðaefni í leiðinni. Auðvitað kom ég út með meira en bara tvinnann þann daginn því ég varð að eignast kjól úr þessu efni. Ég er ekki orðin flink saumakona en mamma er að hins vegar og hún er að kenna mér, sem gengur frekar hægt þar sem ég bý núna í Reykjvík en hún heima á Akureyri. Plús að ég er óttalegt tröll þegar kemur að fíngerðum saumaskap en þetta kemur á endanum.

Mamma var svo elskuleg að búa til snið eftir mínum óskum og undir hennar leiðsögn saumaði ég þennan kjól (það má vel vera að hún hafi gripið inn í hér og þar þegar ég var ekki alveg að skilja hvað var að gerast) og útkoman varð æðisleg. Mig langar svo oft í eitthvað sem er hvergi til nema í hausnum á mér og þess vegna bað ég mömmu um að kenna mér að sauma. Ég get hangið í saumaverslunum tímunum saman að skoða efni og setja saman hugmyndir - og því er bara að halda áfram að æfa sig. Og já, kötturinn minn hann Mosi var ægilega forvitinn þegar við vorum að taka myndirnar og fékk því að vera með á tveimur ;)

****

Last summer I went to a fabric store in Akureyri to buy some thread and then I saw this gorgeous red leopard fabric I just had to get and make a dress from it. I'm not yet a great seamstress but my mother, who is great, is teaching me, although it's a slow process since I live for now in Reykjavík but she is in Akureyri (plus I'm a bit of a troll when it comes to delicate handiwork). 

My mum was kind enough to make the pattern for me and under her guidance I made the dress (she may or may not have helped me with a few stitches) and it turned out just lovely. I sometimes can't find the clothes I want, I go through store to store but find nothing so I decided it was time for me to learn to sew - I can spend hours in fabric stores looking at all the beautiful fabrics, thinking about dresses, jackets or what ever I want to make and I want to be good at it too. So I'll just keep working at it and soon I will be making my own clothes! Oh, and my cat Mosi was really interested when we were taking the pictures so I let him share the spotlight with me ;)









No comments :

Post a Comment