Ég rændi þessum fallega kjól frá vinkonu minni um helgina því ég var að fara á árshátíð og langaði að vera í einhverju dramatísku - þessi kjóll uppfyllir það skilyrði algjörlega. Ég var svo hrifin af honum að ég fékk leyfi til að halda honum aðeins lengur og setja hann á bloggið. Allt við þennan kjól heillar mig, blúndan, síddin (ég elska allt sítt) og hvernig pilsið sveiflaðist til og frá þegar ég tætti upp dansgólfið. Ég kem til með að skila honum heim til sín grátandi, svo mikið er víst.
Myndatakan gekk þokkalega fyrir sig nema hvað ég er ekki vel æfð í að hafa "sæta fésið" uppi við þegar sólin er svona sterk og því voru margar myndanna ónothæfar vegna þess að ég gretti mig svo mikið. Svo einbeitið ykkur að kjólnum gott fólk! Fyrir utan að kuldinn var rosalegur, ég er ísbjörn að norðan en vá, það er fátt eins kalt og kaldur dagur í Reykjavík. Puttarnir á mér voru bláir og tennurnar í mér glömruðu og núna, mörgum klukkustundum seinna, þá er ég enn skjálfandi inni í mér. Næst sýni ég ykkur úlpu og ullasokka, það er ekkert vit í hanga niður á strönd í blúndukjól og október næstum búinn!
****
I hijacked this beautiful dress from a friend of mine because I was going to this fancy dinner thing last Saturday night and I wanted to wear something dramatic - and this dress is dramatic. I fell in love with it and and got my friend's permission to put it on my blog because a dress like this deserves to be photographed. I love everything about this dress, the lace, the length (I looove long skirts and dresses) and the way it swirls when I'm tearing it up on the dance floor. I will be turning it back crying.
The photo shoot went ok but since the sun was so bright, a lot of the pictures turned out to be useless because my "pretty face" was more of a "squinty face" and that is not the look to be desired. So focus on the dress people! Besides it was freezing. I'm a polar bear from the north, but man, nothing is as cold as a cold day in Reykjavík. My finger turned blue and my mouth was frozen shut and now, many hours later, I'm still shivering inside. Next time I will show you a wool jumper and furry boots because it doesn't make any sense to be hanging around the Icelandic beach wearing a lace dress in late October!
Hello there in the gorgeous Iceland,Ciao...first time here...Great Blog and Style!
ReplyDeleteLike this Post...lovely photos...the stunning nature/beach is the right frame to your fabolous outfit and beauty...Cheers!
ciao from Italy
Hello and welcome! It's never hard to find a beautiful location for outfit takes here in Iceland and there will be many more to come ;)
ReplyDelete